Tvímenningar

Mót afkomenda Ólafar Gestsdóttur og Andrésar Ólafssonar frá Neðra-Hálsi í Kjós nálgast Elsta fólk sem ég hef nefnt í grúski mínu eru Sesselja Kortsdóttir og maður hennar Gísli Guðmundsson. Hann var fæddur 1817 og hún 1822. Annars er Guðrún dóttir þeirra...

Stimpilklukkur fyrir kennara.

Ekki er öll vitleysan eins. Nýjasta útspil Reykjavíkurborgar í málefnum grunnskólanna er að setja rafrænar viðveruklukkur (stimpilklukkur) í skólana. Fróðlegt væri að vita hvað þessi vantraustyfirlýsing kostar borgina á þessum sparnaðartímum. Sjálfsagt...

Konan sem enginn minntist á-Ella IV

Smellið á myndirnar til að stækka þær. Smellið aftur og þær opnast í sér glugga. Fyrir 57 árum voru minningargreinar blaðanna allt öðruvísi en þessa dagana. Það tíðkaðist held ég ekki að þær væru skrifaðar af nákomnum. Þeir voru líka færri sem var...

Hún leiddi vel.-Ella III

Við fórum til Þingvalla í drossíu. R-842 sem var Dodge ef mig misminnir ekki. Það var ekki alveg þrautalaust fyrir mig að ferðast í aftursætinu á þessum bíl. Þetta var mjúkur og fínn bíll, en ég sá ekki út og varð oft bílveik, og það fannst mér...

Í þjónustu lífsins-Ella II.

Ella bjó í litlu herbergi undir súð með glugga móti norðri og svo hátt uppi að útsýnið var beint upp í himininn. Í þetta litla herbergi var gott að koma og aldrei man ég að ég hafi fundið fyrir því að ég væri ekki velkomin. Þegar ég varð fullorðin skildi...

Þriðja konan- Ella I

Hún hét Elínbjörg Halldórsdóttir og var ráðskona Guðmundar Ásbjörnssonar á Fjölnisvegi 9 þegar ég var að vaxa úr grasi. Á Fjölnisveginum var hún í 22 ár en áður bjó fólkið sem fluttist á Fjölnisveginn á Njálsgötu 30 og þar var Ella ráðskona 1 ár, eftir...

Dúlla

Í skápunum á þessu heimili leynast ekki bara ljósmyndir sem spanna alla síðustu öld og kassar og pokar með dýrmætum minningum forfeðra og formæðra. Hér er líka skápur sem geymir hannyrðir að minnsta kosti 3 kynslóða tveggja ætta. Hannyrðir er fallegt orð...

Silica - kíslill. Kominn heim í Bláa lónið.

Ein fyrsta færslan á þessu bloggi, skrifuð í lok mars, var um ferð í Bláa lónið með dóttur minni,, Ólafíu Guðnýju, sem er hönnuður og var þá að leggja drög að hönnun í samvinnu við Bláa lónið. Síðan hefur hugmynd orðið að fullunninni vöru. Að baki eru...

Súlan í Viðey.

Súlan sem ég var að leita upplýsinga um í fyrri færslu er varði reistur til minningar um Skúla Magnússon 1911 í tilefni af 200 ára afmælis hans. Eggert Briem bóndi í Viðey hafði frumkvæði að því. Súlan stendur suðaustur af Viðeyjarstofu á hól sem er 32 m...

Súlan og kvenfólkið í Viðey 1927 - Hjálp

Smellið á myndirnar þá stækka þær. Tvísmellið og þá opnast þær í sérstökum glugga. Ég á í fórum mínum kynstur af myndum úr starfi KFUK og KFUM í Reykjavík millistríðsáranna. Einhvern tíma sem oftar var ég að sýna kunnugu fólki þessar myndir. Það var...

Bjálfi á skagfirska vísu.

Undanfarnar 6 vikur er ég búin að vera illa haldin af afleiðingum gigtar, þessa leiðinda sjúkdóms sem virðist liggja í ættinni. Blogg og annað sem mig hefur langað til að sinna hefur því annað hvort orðið að bíða betri tíma, eða ekki orðið eins vandað og...

Maddama, kerling, fröken, frú.

,,Pant byrja" sagði sú 4 ára. ,,Nei" sagði amma. ,,Ég ætla að byrja." Það stóð ekki á svari. ,,Amma, við skulum bara ugla' um það. " sagði sú stutta. ,,Ha" sagði amma. ,,Bara svona: ,,Ugla sat." ,,Jaá" það rann upp ljós fyrir ömmu sem var ánægð með...

Á Grjóteyri VI

Það er merkilegt hvað kemur upp í hugann þegar rifjaður er upp löngu liðinn tími. Enn hef ég ekkert minnst á prjónavél, snældur, rokk og spunavélina sem nærri fyllti eldhúsið og var í eigu kvenfélagsins. Ekkert minnst á AGA eldavélina sem alltaf sá fyrir...

Á Grjóteyri V

Þessi Grjóteyrarskrif eru að verða meiri langloka en ég ætlaði í upphafi. Sumardvöl í sveit var sameiginleg reynsla margra Reykjavíkurbarna á þessum árum þangað til að fólki fækkaði á bæjum og tæknin tók við af mannaflinu og varð börnum hættuleg. Dvöl...

Á Grjóteyri IV

Á Grjóteyri var bú, það var óðal og gekk í erfðir frá einni kynslóð til annarrar. Hlaðnir grónir veggir, skeifulaga, ekkert þak. Þarna bjuggum við Magnús og Einar gegndi fyrst hlutverki barns en síðan varð hann bóndi eins og við. Búskapur okkar var eins...

Á Grjóteyri III

Síðast færsla var snubbótt í báða enda. Skrifari ekki mjög vel upplagður. Stendur allt til bóta og þráðurinn verður því tekinn upp þar sem hann var slitinn og ofið í uppstöðu myndanna. Ég man vel þegar Magnús og Fía gerðu verkáætlanir fyrir daginn í...

Á Grjóteyri II

Ég man ekki eftir því að hafa komið heim að Grjóteyri fyrr en eftir slysið, þegar Gestur Andrésson, og kona hans Ólafía Þorvaldsdóttur drukknuðu bæði í Meðalfellsvatni. Þá var sonur þeirra Þorvaldur, jafnaldri minn, að verða 5 ára. Sumarið eftir man ég...

Á Grjóteyri I

Aftur vil ég endilega biðja þá sem vita betur að láta mig vita, því ég gæti skáldað í eyðurnar. Ég man hvað við hlógum, hlógum og hlógum. Það var eins og öll rigning rigningarsumarsins mikla (var það ekki 1955?) fengi útrás í óstöðvandi háværum hlátri....

Eru listir þjóðhagslega hagkvæmar?

Sýningin í Saltfélaginu hefur gert stormandi lukku og hefur verið ákveðið að hafa opið til fimmtudags. Fyrstu nemendurnir sem innrituðust í nýtt nám, Mótun, í Myndlistaskóla Reykjavíkur sýna lokaverkefni sín og næstu nemendur árangur þessarar annar....

Uppskera á vori

Um helgina stendur mikið til. Nemendur í Mótun í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar á meðal ein dætra minna, verða með sýningu á lokaverkefnum sínum. Í einni af fyrstu færslum mínum á blogginu sagði ég frá degi sem fór öðruvísi en ég ætlaði. Þá fórum við í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband