Lýðveldisdagur - Þjóðhátíðardagur.

Ég tók eftir því í morgun að farið er að tala um lýðveldisdag þegar talað erum 17. júní. Ég hef ekki tekið eftir þessu fyrr. Það kom þó í ljós þegar betur var að gáð að á skóladagatölum grunnskóla Reykjavíkur stendur Lýðveldisdagurinn.

Danir eiga sinn Grundlovsdag 5. júní, og gera ekki mikið veður út af honum.

Í Noregi halda menn 17. maí hátíðlegan með pomp og prakt og minnast þess að stjórnarskrá þeirra var undirrituð á Eiðsvelli 1814. Ég held að margt sé líkt með Íslendingum og Norðmönnum að þessu leiti, talað er um 17. maí og 17. júní, án frekari skýringa. 

2010_mai_038.jpgÍ ár hélt ég upp á 17. maí í Bergen og dáðist að öllum búningunum sem settu mikinn svip á hátíðahöldinn. Annars finnst mér hátíðahöldin í Reykjavík mun fjölskylduvænni og fjölbreyttari en þau sem ég var viðstödd í Bergen. Þeim sem sjá um skipulagið hér hefur tekist að sjá flestum fyrir nokkurri skemmtun.

Ég vona að við höldum áfram að tala um 17. júní og þjóðhátíðardag, frekar en lýðveldisdag.

Samsæriskenningasmiðurinn gæti haldið að þetta tal um lýðveldisdaginn væri undirbúningur fyrir væntanlega ESB aðild og þróun í dönsku áttina, að dagurinn verði bara athugasemd á dagatali, en ekki hátíð þjóðar til að fagna fengnu sjálfstæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband