Maddama, kerling, fröken, frú.

,,Pant byrja" sagði sú 4 ára.

,,Nei" sagði amma.  ,,Ég ætla að byrja."

Það stóð ekki á svari. ,,Amma, við skulum bara ugla' um það. " sagði sú stutta.

,,Ha" sagði amma.

,,Bara svona:  ,,Ugla sat."

,,Jaá" það rann upp ljós fyrir ömmu sem var ánægð með hvernig dótturdóttirin brást við þessari óvæntu frekju.

Segir svo ekki meira af þessum leik, en ég fór að rifja upp þær úrtalningarvísur sem ég mundi, en til öryggis lét ég kjöltudýrið mitt sem heitir DELL leita á netinu og viti menn á ágætri síðu sem heitir Leikjavefurinn fann ég þær sem ég mundi, í nokkrum útgáfum og auðvitað fleiri. 

 

Maddama, kerling, fröken frú,

fjósakona ert þú.

 oOo

Eninga meninga súkkana di

obbelt, dobbelt, dom og og di.

 oOo

Úllen, dúllen, doff,

kikkelane koff

koffilane, bikkebane,

ullen, dullen, doff.

oOo

Ugla sat á kvisti,

átti börn og missti

eitt, tvö, þrjú,

og það varst þú.

oOo

Ella, mella, kúadella,

kross, Gullfoss,

(og þú ert úr)

oOo

Ég á sokk, sem gat er á,

far þú frá.

oOo

Gekk ég upp á eina brú,

sá ég sitja eina frú.

Hún var eins og kálffull kú,

 kannski það hafi verið þú

 oOo

Sumar af þessum romsum eru til í lengri útgáfum, en ég skrifaði þær eins langar og mér finnst ég hafi notað þær.

bangsi2.jpgÍ vetur bakaði ég þennan bangsa og annan eins fyrir 2 ára afmæli ömmustrákanna.

 

Hvað gerir maður ekki fyrir barnabörnin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég held hún Una Margrét í tónlistardeild útvarpsins haldi utan um þetta og hafi sagt frá því einhvern veturinn. 

Sigurbjörn Sveinsson, 10.6.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Rétt er það, Sigurbjörn, ég man það þegar þú segir það. Ég heyrði þann þátt.

Hólmfríður Pétursdóttir, 10.6.2009 kl. 22:58

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þetta rifjar upp minningar samt man ég ekki eftir nema hluta af þessu. Flott bangsakaka,  já hvað gerir maður ekki fyrir þessar elskur.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 11.6.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband