Á Grjóteyri I

  

Grjóteyri Fía Grjóteyri Magnús leggurá grjoteyri_granaskjol_fri_a_og_unnur.jpg   Grjóteyri Maggi og Einar á vegg

Aftur vil ég endilega biðja þá sem vita betur að láta mig vita, því ég gæti skáldað í eyðurnar.

Grjóteyri Maggar í súrheyiÉg man hvað við hlógum, hlógum og hlógum. Það var eins og öll rigning rigningarsumarsins mikla (var það ekki 1955?) fengi útrás í óstöðvandi háværum hlátri. Við sátum á trékössum í hlöðunni, rétt við stigann upp í fjós, og saumuðum yfirbreiðslur úr mélpokum. Pokarnir höfðu verið þvegnir og skolaðir í ánni, þurrkaðir á steinum á árbakkanum. Kannski hefur þurft að drösla þeim upp í hjall. Við röktum síðan upp saumana og vörpuðum saman hlið við hlið með hvítu bómullargarni með stórum stoppunálum. Síðan voru endarnir saumaðir saman þangað til rétt stærð var fengin. Heyið sem komið var í hlöðuna var ekki mikið og frekar lélegt.

Skrítið hvað kemur fyrst upp í hugann. Brjálaður stjórnlaus hlátur.

Heimilisfólk á Grjóteyri var Ólafía Guðrún móðursystir mín sem kölluð var Fía, Magnús Blöndal Grjóteyri Jón á Sandi og Einarmaður hennar og dóttir þeirra Unnur Pálsdóttir. Hjá þeim átti á þessum tíma skjól aldraður maður, Jón Bjarnason frá Sandi.

Grjóteyri Illugi og Maggi skipta um dekkVið vorum þrjú systrabörnin sem vorum lengst saman á Grjóteyri, Magnús Guðmundsson, Einar Arnalds og ég. Auk okkar komu margir strákar til lengri eða skemmri dvalar.

Ég man vel þegar ég kom fyrst á Grjóteyri til dvalar. Þá hef ég líklega verið á 6.ári. Fólkið þekkti ég en ekki hundinn sem var ungur og leikur í honum, Mig minnir að honum hafi tekist að ná af mér öðrum skónum, glænýjum strigaskó. Seinna urðum við Krummi bestu vinir þó ég væri ekki eins mikil dýragæla og frændur mínir. Þetta sumar hefur dvölin ekki verið allt sumarið, því ég var líka á Þingvöllum og eitthvað á Neðra Hálsi hjá ömmu og Ellu.Grjóteyri Maggi og Krummi

Næsta sumar var ég lengur og síðan allt sumarið frá því í maí og út september. Síðasta sumarið mitt á Grjóteyri var 1958.

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

1955 var það heillin. Man það eins og í gær þó ekki nema 5 ára. Yfirbreiðslur þessarar gerðar voru óspart notaðar á Kiðafelli. Band í hornum, heyvisk vafin til endanna og þeim síðan hagrætt undir sátunni sjálfri eða galtanum allt eftir stærð.

Sigurbjörn Sveinsson, 25.5.2009 kl. 22:43

2 identicon

Það er rétt 1955 var það og svo aftur 1959 en við það slappst þú. Heyið náðist ekki af bautum túnum og vorið eftir voru verkin að kroppa upp garðana sem ekki tókst að dríla. Þeir voru fúnir og skyldu eftir sig sár á túnum sem tóku sinn tíma að gróa.

Magnús Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband