Gleðilegt sumar.

barrfinkur_2.jpgJafnvel nostalgíublogg verður virkt á sumardaginn fyrsta. Gleðilegt sumar góðir lesendur.

Í dag höldum við hátíð á mótum vetrar og sumars í skugga náttúrhamfara, allsherjar fjármálaklúðurs og mikilla vonbrigða

Við þessar aðstæður kemur fram það besta og það versta sem í þjóðinni býr. Dæmin eru mörg og tala fyrir sig sjálf.

Hugur minn og samúð er hjá fólkinu sem býr undir Eyjafjöllum og horfir upp á jarðir sínar fara undir gjósku. Fólk er að verð úrvinda af mikilli vinnu við að sinna búfé og ræktarlandi. Skepnum þarf líklega að koma í skjól þar til ósköpunum linnir.  Nú mætti koma úrhellisrigning eins og oft kemur þar um slóðir.

Reynsla genginna kynslóða og þekking vísindamanna bendir til þess að þegar óáraninni linnir verði aftur lífvænlegt á þessu einstaka svæði sem venjulega er svo gjöfult, meðal annars vegna jökulsins.

2010_mars_058.jpgÁ sumardaginn fyrsta er rúmlega mánuður liðinn frá vorjafndægri og birtan því í mikilli sókn. Viðkvæmur gróður reynir fyrir sér og þarf stundum að lúta í lægra haldi fyrir vetri.

 

 

 

 

 

2010_april_010.jpgSum blóm hafa í sér ótrúlega marga skammta af einhvers konar frostlegi og rísa því upp aftur og aftur eftir frost og snjóa.

Birkið í Elliðaárdalnum er að fá á sig þennan merkilega, fallega, vínrauða blæ, sem er undanfari laufgunar. 

Eftir tvo mánuði verður hér aftur náttlaus voraldar veröld. Vonandi birtir líka til í þjóðlífinu og á hamfarasvæðinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband