Súlan í Viðey.

Súlan sem ég var að leita upplýsinga um í fyrri færslu er varði reistur til minningar um Skúla Magnússon 1911 í tilefni af 200 ára afmælis hans. Eggert Briem bóndi í Viðey hafði frumkvæði að því.

Súlan stendur suðaustur af Viðeyjarstofu á hól sem er 32 m á hæð yfir sjávarmál. Hóllin hefur í daglegu tali frá 1911 verið nefndur Skúlahóll.

Klettabeltið sem sést á einhverjum myndanna mun vera Heljarkinn.

Allar upplýsingar hef ég úr Reykjavík, sögustaður við sund 3. bindi. Örn og Örlygur hf. 1988.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband