Súlan og kvenfólkið í Viðey 1927 - Hjálp

Viðey'27-1  Viðey'27-5  Viðey'27-8 konur

Smellið á myndirnar þá stækka þær. Tvísmellið og þá opnast þær í sérstökum glugga.

Ég á í fórum mínum kynstur af myndum úr starfi KFUK og KFUM í Reykjavík millistríðsáranna.

Viðey'27-2Einhvern tíma sem oftar var ég að sýna kunnugu fólki þessar myndir. Það var stuttu eftir að súlurnar Richards Serra, umhverfis-listamannsins fræga voru settar upp í Viðey (Verkið heitir Áfangar og var sett upp 1990). Einn gesturinn vakti athygli okkar á stuðlinum sem er á tveimur þessara mynda úr Viðey frá 1927.Viðey'27-3sula

Nú langar okkur umræddan gest og mig að vita hvort einhver getur upplýst okkur um þessa súlu. Hvar var hún á eynni? Hvaða hlutverki gegndi hún? Hvað varð um hana? Og auðvitað allt sem vitað er um hana.

Viðey'27-6-husSvo er ég mjög forvitin um hvaða telpur, stúlkur og konur eru á myndunum. Sumar þykist ég þekkja en þær eru miklu fleiri sem ég þekki ekki. Ég á von á að barnabörn þeirra, sem væru þá á aldri við mig, gætu þekkt þarna langömmu, ömmu og e.t.v. fleira skyldfólk, eins og ég.

Netfangið mitt er: fridap@simnet.is.

Það er eftir öðru að geta ekki einu sinni sagt þessa sögu skipulega, en þessi súla barst í tal í gær og ég ákvað að prófa hvort Viðeyingar eða aðrir vita eitthvað um þessa súlu og freista þess að fá nöfn þessara frumkvöðlum sumarstarfs KFUK.

Gæti þessi kannski verið úr Kaldárseli?  Eða þekkir einhver þetta hús úr Viðey?Viðey'27-7við hus

Hjálp!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Nú veit ég deili á súlunni. Svarið fann ég í bókasafni heimilisins í kaflanum um Viðey í bókaflokknum Reykjavík, sögustaður við sund.

Kaflann skrifaði útgefandi bókanna Örlygur Hálfdánarson og Viðeyingur, sem er manna fróðastur um Viðey.

Hólmfríður Pétursdóttir, 27.6.2009 kl. 23:47

2 identicon

.....og

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 01:02

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

og nú vantar nöfnin á konurnar, og ef einhver veit hvort húsið hefur verið í Viðey.

Hólmfríður Pétursdóttir, 28.6.2009 kl. 01:54

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Þú meinar. Örlygur er bæði útgefandi bókanna og Viðeyingur.

Hólmfríður Pétursdóttir, 28.6.2009 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband