Á Grjóteyri II

 

Lóa og GesturÉg man ekki eftir því að hafa komið heim að Grjóteyri fyrr en eftir slysið, þegar Gestur Andrésson, og kona hans Ólafía Þorvaldsdóttur drukknuðu bæði í Meðalfellsvatni. Þá var sonur þeirra Þorvaldur, jafnaldri minn, að verða 5 ára.

  mamma, Fríða, Addi, Þorri, Lóa Fríða og Þorri           loa_orri_fri_a_gu_bjorg2.jpg

Sumarið eftir man ég eftir að hafa farið yfir ósinn á jeppanum með pabba og mömmu, en á þeirri leið fóru bróðir hennar og mágkona niður um ís 8. desember 1947.

Sumarið 1948 var einmitt sumarið sem Krummi náði af mér skónum.

Ég er hrædd um að eftir það renni allt saman í frekar ómþýða hljómkviðu minninganna.

Grjóteyri braggi Adda & CoAndrés bróðir minn kom oft fyrstu árin með vinum sínum. Þau voru að reisa sér bragga hátt uppi í fjalli. Mig minnir að ýta hafi dregið hann þangað. Bragginn fauk, en var tjaslað saman aftur og fljótlega fóru þau að gista og þá var hægt að fara í heimsókn í Vindheima.

Síðan urðu það örlög þessa bragga að grotna niður og að lokum var ruslið fjarlægt, en samt fann ég lok úr eldavélinni þegar ég fór með dætur mínar að kynna þeim það sem þær kölluðu: ,,Sumar-bernskuslóðir móður sinnar." Kunnu Pílu Pínu líklega utan að.

Á myndinni við braggann eru: PK, HP,GLA, Addý og Guðni Sigurðar Ingvarssonar og Svövu börn

Það áttu margir sumar bernskuslóðir á Grjóteyri. Sumarbörnin þeirra Fíu og Magnúsar voru mörg. Eitt sinn vorum við sjö á svipuðu reki. Sjaldan þurfti Fía þó að brýna raust og ónot eða skammir heyrðust ekki á því heimili.

Grjóteyri Sævar og naukálfur Grjóteyri Magnús og Illugi (Lulli) Grjóteyri Magnús Sigurjóns og Maggi Grjóteyri enn einn Magnús

Magnús átti það til að stríða, en uppörvun og leiðsögn voru aðferðir Ólafíu. Ef ekki varð hjá því komist voru veittar ákúrur, en þeim fylgdi venjulega samtal um hvernig mætti bæta úr því sem miður fór.

Smellið á myndirnar til að stækka þær.

Framhald síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband