Nú fæ ég ekki orða bundist - þvílík vitleysa.

Það leynir sér ekki að í ráðuneytum fjármála og viðskipta eru margir vitrir menn að vinna dag og nótt að því bæta gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar, að ég nú tali ekki um Seðlabankann.

Við hjónin ætlum að bregða okkur í stutta heimsókn til dóttur okkar sem býr á einu norðurlandanna. Bóndinn fór í banka með farseðalana okkar eins og þurft hefur undanfarið en það var ekki nóg, og sei sei nei. Hann gat fengið gjaldeyri fyrir sig en ekki konuna sína til bráðum 40 ára. Við höfum nefnilega ekki sama viðskiptabanka.

Ég á að fara í minn banka og hann í sinn.

Það rifjast upp fyrir mér þegar ég fór í fyrsta sinn til útlanda, til námsdvalar sumarlangt í Englandi, 1959. Þá eins og nú var gjaldeyrir skammtaður og ekki nóg með það heldur var gengið mismunandi eftir því til hvers átti að nota peningana. Svo var svartimarkaðurinn og í raun var gjaldeyririnn svo naum skammtaður að allir þurftu að kaup á svörtum í viðbót.

Nú er spurningin hvort næsta skref verður að fólk komi með kvittanir heim sem sanni að peningarnir hafi verið notaðir og afganginum beri að skila í sama banka og þeir voru keyptir í?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband