Litla fólkið.

februar_10_037.jpg

Leikföngin Litla fólkið hafa verið framleidd af Fisher- Price frá 1965. Fá leikföng hafa verið vinsælli á þessu heimili.

Nú er verið að vara við tveimur elstu gerðum þessa fólks.  Þau eru svo smávaxin að þau geta valdið köfnun ef þau festast í hálsi ungra barna.

litla_folki.jpg

Mig langar að benda þeim sem eiga svona leikföng eins og myndin í fréttinni sýnir, og treysta sér ekki til að eiga þau lengur,  að þau eru löngu orðin eftirsótt af söfnurum og sérstakar síður eru helgaðar söfnun þeirra.

Skrítið þótti mér að sjá í fréttinni að þau séu hringlaga. Ég hefði lýst þeim þannig að væru sívöl með kúlu fyrir höfuð.

Fyrst ég er farin að skrifa hér eftir hlé frá jólum langar mig að þakka þeim sem enn líta hér inn.

Bestu kveðjur.


mbl.is Varað við hættulegum leikföngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband