Hönd skal hendi þvo.

Öllum ber saman um að handþvottur sé ein besta vörnin gegn smitsjúkdómum. Við handlaugina fyrir framan vökudeild á Barnaspítalanum er fínt veggspjald þar sem fólk er leitt gegn um réttan handþvott með myndum og orðum.

Mér finnst þjóðráð að prenta góð spjöld með leiðbeiningum um handþvott og hafa þau sem víðast.

Ég hef nokkra reynslu af því að kenna börnum að þvo sér um hendurnar, þegar þau koma inn í kennslueldhús. Þau yngstu taka það alvarlega og vanda sig, en alltaf þarf að fylgjast með þessum  handþvotti og rifja upp af hverju hann er mikilvægur.

Þegar fuglaflensan var að stinga sér niður í austurlöndum fjær, las ég að Japönum væri svo tamt að þvo hendur sínar að það væri minnst hætta á að þeir sýktust.


mbl.is 155 tilfelli staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband