Dóttir njósnarans IV

 

á leið á kjörstað2  Á kosningadegi er ekki úr vegi að hverfa aðeins aftur til þess sem kom þessum skrifum um störf föður míns af stað, það eru skrif Finnboga Hermannssonar í bók hans Í húsi afa míns.

Finnbogi og fjölskylda hans varð fyrir barðinu á flokkapólitík á tímum kaldastríðsins sem var oft óvægin en undirliggjandi voru sömu ástæður og í átökum stórveldanna, sem sé andstæðar hugmyndir um rétta leið að þjóðfélagsskipulagi sem skila myndi mestri lífshamingju.

Ég ætla fullyrða að það fólk sem kom að þessum stjörfum fyrir lögregluna, það má alveg kalla þau persónu njósnir, var ekki á vegum stéttafélaga eða stjórnmálaflokka ekki einu sinni Sjálfstæðisflokksins.

Pétur með Pétur-1Það sem pabbi og hans fólk gerði var svo mikið leyndarmál að það er ekki fyrr en 1986, mér vitanlega, sem farið er að leita upplýsinga um þessi störf. Þess vegna dreg ég þá ályktun að það sem var skráð og geymt í skápunum sem mönnum verður svo tíðrætt um hefur hvorki komið Sjálfstæðisflokknum né stéttarfélögum til góða.

Það mætti annars líkja því við að skjóta músarrindla með fallbyssum

Það þurfti ekki hleranir og eftirfylgd til að vita um stjórnmálaskoðanir fólks á Íslandi í þá daga.

Fólk sem varð fyrir barðinu á þessum „njósnum" átti aftur á móti erfitt með að komast til Bandaríkjanna og jafnvel skyldfólks þess. Það er staðreynd sem ástæðulaust er að neita. Enda hollast að fá allt um þessi mál upp á yfirborðið, en það er alveg ástæðulaust að rugla öllu saman sem fylgdi átökum hugsjóna, en líka átökum um auð og völd, sem alltaf krauma undir öllum deilum.

GrjóteyriDóttir njósnarans eltist, fór úr Miðbæjarskólanum í Kvennaskólann í Reykjavík. Ég var í Kjósinni á sumrin á Grjóteyri hjá Ólafíu móðursystur minni og Magnúsi Blöndal manni hennar. Stjórnmálin voru rædd, sama hvar ég var, en kalda stríðið var víðsfjarri heyskap og skepnuhaldi.ekki alltaf létt HP

Sumarið 1959 var ég þrjá mánuði í sumarskóla í Cambridge í Englandi. Þá fyrst komst ég að því hvaða áhrif stríð hefur á fólk, hvern einstakling. Í þessum skóla var ungt fólk víða að. Þarna voru Frakkar, Þjóðverjar, Ísraelar, Danir , Norðmenn, Svíar, Finnar og enn fleiri. Öll höfðu þau fundið fyrir stríðinu á eigin skinni. Þó reynsla Svía og Íslendinga væri alls ekki eins vorum við samt ekki þannig merkt stríðinu að við ættum í vandræðum með að umgangast fólk sem var af „röngu þjóðerni" í augum einhvers. Sem sagt ég hafði tækifæri til að umgangast bæði Þjóðverja og Ísraela og hlusta á þau sitt í hvoru lagi. Sárin okkar Finnboga eru skeinur miðað við þær holundir.

Síðasta færsla um þetta efni kemur bráðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Fylgist með spenntur.

Sigurbjörn Sveinsson, 26.4.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband