Sínum augum lítur hver á silfrið - persónuofsóknir eða landvarnir?

 

Nýlega var mér sagt frá því að í bók Finnboga Hermannssonar sem út kom í vetur sé minnst á föður minn Pétur Kristinsson og að auki mynd af honum. pétur ungur

Ég varð mér úti um bókina Í húsi afa míns og byrjaði á því að leita uppi myndina af pabba, sem reyndist af honum innan við fermingu. Bókin er sett saman úr stuttum köflum og heitir sá kafli sem myndin er í Óvinur ríkisins?  og sá næsti sem einnig fjallar um fólkið á Njálsgötu 30 Heimagangur hjá njósnaranum. Innihald þessara tveggja kafla er þannig að Finnbogi segir :„Hér verður barnið sem skrifar þessa sögu úr hugskoti sínu að biðjast forláts á algjöru en óumflýjanlegu stílbroti í sögunni."Þessi forlátsbeiðni er vegna þess að í þessum köflum kemur fram illa dulin heift, sem sennilega er skiljanleg. Spurningin er bara hvort hún beinist að réttum manni.H.P og pabbi

Hér situr nú annað barn sem líka hugsar til baka. Mig grunar að Finnbogi sé lítið eitt yngri en ég af því sem ég hef lesið í bókinni sem annars er góð lesning fyrir fólk sem man þessa tíma

Pétur Kristinsson gerðist lögregluþjónn í kreppunni 1937, þegar erfitt var að framfleyta sér með smíðum. Þegar ég man fyrst eftir, eða ef til vill var um það talað og ég man það, var að hann var forstöðumaður heilbrigðislögreglunnar, sem fólst í því m.a. að reyna bæta aðstæður þeirra sem bjuggu í lélegasta húsnæðinu, í samstarfi við pétur smiður copyfátækrafulltrúa borgarinnar. Síðan man ég eftir honum við ýmis ábyrgðarstörf í lögreglunni, en 1950 var hann gerður forstöðumaður öryggisþjónustu ríkisins, sem meðal annars fólst í því að skipuleggja og fylgja eftir öryggi erlendra gesta í Reykjavík.

Guðni Th. Jóhannesson segir svo í bók sinni Óvinir ríkisins: (með leyfi höfundar)

„Hinn nýi forstöðumaður öryggisþjónustu lögreglunnar hét Pétur Kristinsson. Hann var nokkru eldri en þeir Árni Sigurjónsson og Sigurjón Sigurðsson, fæddur árið 1904 og hóf störf hjá lögreglunni árið 1937, eftir að hafa numið húsgagnaiðn og rekið eigið smíðaverkstæði. Pétur hafði vaxið hratt í áliti innan lögreglunnar og var í hópi þeirra efnilegu félaga hennar sem Agnar Kofoed-Hansen bauð til liðsþjálfunar á Laugarvatni í mars 1940.[1]

Frá því að Pétur Kristinson tók við stjórn öryggisþjónustunnar mun hann ekki hafa sinnt öðrum störfum innan lögreglunnar og fór lítið fyrir honum í húsakynnum hennar, í eigin herbergi uppi á annarri hæð á lögreglustöðinni við Pósthússtræti, næst skrifstofum lögreglustjóra og yfirlögregluþjóns. „Ég veitað það voru margir lögreglumenn, sem voru búnir að vera í lögreglunni í mörg ár, sem vissu aldrei um störf hans," rifjaði einn samstarfsmaður Péturs síðar upp.[2] Aðrir þóttust vita sínu viti um þau og hvísluðu um hvaða leyndarmál skjalaskápar Péturs Kristinssonar kynnu að geyma. Um það vitnaðist þó aldrei enda hæfði skapgerð Péturs starfanum. „Hann var afkastamikill starfsmaður, dulur nokkuð, án þess að vera fáskiptinn, en mikill vinur þeirra sem hann átti samleið með," skrifaði Sigurjón Sigurðsson síðar. Einfari var hann þó ekki. Á yngri árum var hann drengjaforingi innan KFUM, formaður Vals um skeið og vinsæll íþróttamaður; öflugur bakvörður á melavellinumKFUM & pabbiþeirra Valsara.[3]

 Pétur Kristinsson fór nær örugglega í sína fyrstu fræðsluferð um gagnnjósnir og eftirlit í hinu nýja embætti snemmsumars 1950. Leið hans lá þá til Danmerkur og tókust góð kynni með honum og starfsmönnum dönsku öryggisþjónustunnar, Rigspolitichefens Efterretningsafdeling, REA. um Þar ytra spurðist Pétur meðal annars fyrir ákveðinn einstakling og leitaði frekari upplýsinga um hann hjá Sigurjóni Sigurðssyni hér á Íslandi. „Varðandi fyrirspurn þína sendi ég sérstakar upplýsingar á meðfylgjandi blaði", skrifaði Sigurjón Pétri, „og er þar að finna allt sem hér er skráð um manninn og þýðingu hefur". Ekki varðveittist blaðið þó með bréfinu. Pétur Kristinsson var alla tíð traustsins verður.[4] Heim kominn hélt Pétur svo áfram störfum. „Der bliver du næppe arbejdslös lige med det förste," skrifaði öryggislögreglumaðurinn Wiedbrecht til hans frá Kaupmannahöfn.[5] Verk var að vinna."

Finnbogi lætur að því liggja að „einhver nákominn hafi kjaftað frá áður en yfir lauk" eins og hann orðar það svo smekklega. Ég get fullvissað hann og aðra um að það var ekki fyrr en skjalið sem rætt er um hér á eftir komst í hendur Þórs Whitehead að öðrum en fjölskyldunni og örfáum oðrum varð kunnugt um þessi störf.

 Ég vitna aftur í Guðna Th. Jóhannesson:

„Leyndarhjúpurinn var nær alger alla tíð og í fyllingu tímans var gögnum öryggisþjónustunnar eytt. Svo ótrúlega vel vildi þó til að eitt minnisblað um störf hennar varðveittist. Það fannst síðar í skjalasafni Guðmundar Ásbjörnssonar sem bjó í sama húsi og Pétur Kristinsson og hans fjölskylda á Fjölnisvegi í Reykjavík. Með þeim Guðmundi og Pétri var góður vinskapur en erfitt er að leiða getum að því hvernig á því stóð að svo strangleynilegt skjal rataði í gögn Guðmundar og þaðan á Borgarskjalasafnið þar sem það hefur verið öllum opið."mamma_og_pabbi_copy.jpg

Þegar Guðmundur Ásbjörnsson lést 1952 gekk frændfólk hans frá búinu í góðri samvinnu við foreldra mína og afa og ömmu sem öll voru erfingjar hans samkvæmt erfðaskrá. Þegar foreldrar mínir og amma létust 1961 skiptum við Andrés bróðir minn búinu. Nokkru síðar flutti afi minn til mín í íbúð mína á Vesturgötu, en Andrés bróðir minn tæmdi húsið á Fjölnisveginum. Þessi gögn sem nú eru í Borgarskjalasafni undir nöfnum Guðmundar og Péturs afhenti ekkja Andrésar Árbæjarsafi að honum látnum og var safnið skráð á nafn Guðmundar. Síðar flutti Árbær pakkann á Borgarskjalasafn. Samkvæmt útskrift af innihaldi gagna Péturs og gagna Guðmundar sem ég hef aflað mér er þar enn algjört bland í poka efni frá Guðmundi, afa og ömmu og pabba og mömmu og er í raun ekkert leyndardómsfullt við það. Ég veit ekki hvað varð tll  þess að reynt var að skipta innihaldinu.

Guðni Th. Jóhannesson segir:pabbi

„Hann varð bráðkvaddur síðla árs 1961. Sigurjón sagði þá um vin sinn að hann hefði verið „grandvar og gegn borgari" sem innti störf sín af hendi „með einstakri samviskusemi og nákvæmni". Vart þarf að taka fram að það fylgdi ekki sögunni í hverju þau fólust en þó tók lögreglustjóri fram að Pétur Kristinsson hefði gegnt „mörgum trúnaðarstörfum" og unnið við „margskonar skýrslugerðir".[6]


[1] Bskjs. E. 202. Skjalasafn Péturs Kristinssonar. Minnisblað lögreglustjóra (merkt Pétri Kristinssyni), 1. mars 1940. Morgunblaðið, 4 nóvember 1961 (eftirmæli Sigurjóns Sigurðssonar um Pétur Kristinsson). G. Pétur Matthíasson, „Íslensk leyniþjónusta", Helgarpósturinn, 27. mars 1986.

[2] Frásögn Bjarka Elíassonar, 9. febrúar 2004.

[3] Morgunblaðið, 4 nóvember 1961 (eftirmæli Sigurjóns Sigurðssonar um Pétur Kristinsson). Þór Whitehead, „Smáríki og heimsbyltingin", bls. 68.

[4] Bskjs. E. 202. Skjalasafn Péturs Kristinssonar. Sigurjón Sigurðsson til Péturs Kristinssonar, 24. maí 1950. Árið eftir var nafni dönsku öryggisþjónustunnar breytt í það heiti sem hún hefur enn, Politiets Efterretningstjeneste, PET.

[5] Bskjs. E. 202. Skjalasafn Péturs Kristinssonar. Wiedbrecht til Péturs Kristinssonar, 28. júní 1950.

[6] Morgunblaðið, 4 nóvember 1961 (eftirmæli Sigurjóns Sigurðssonar um Pétur Kristinsson). Sá vottur, sem var með Sigurjóni Sigurðssyni í sakadómi Reykjavíkur 12. september 1963, kom ekki frekar við sögu og er því ekki nefndur á nafn hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmmm....

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:47

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Rétt er það. Ég reyni sjálfsagt að segja meira frá þessum árum síðan.

Hólmfríður Pétursdóttir, 21.4.2009 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband