Léttara hjal

 

 Ef smellt er á mynd með músinni þá stækkar hún og nöfn þeirra sem á henni eru sjást betur.

addi og mamma Líklega er kominn tími til að taka upp léttara hjal eftir harmagrát kyrruviku. Nú eru gleðidagar og páskar að baki.

Í jólaboði í vetur, þar sem afkomendur bróður míns komu saman, barst talið að vísum, þulum og romsum sem farið var með fyrir og með börnum. Ungu foreldrarnir vildu heyra hvað langamma þeirra, mamma mín og langafi höfðu farið með. Sumt mundi ég en öðru var ég búin að gleyma. Það kom í ljós að þau höfðu mestan áhuga á því sem ég mundi ekki alveg.addi og pabbi

Þá var að leggjast í rannsóknavinnu og reyna að finna heimildir. Þá komu Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur aftur í góðar þarfir.

Svona var það:

           ,, Það skal taka strákaling,

             stinga' honum ofan' í kolabing                            

             loka' hann úti' í landsynning

             láta hann hlaupa allt um kring."                                                     afi addi frida copy

addi með fríðu

            Það skal strýkja stelpuna,

            stinga ‘henni ofan' í mykjuna,

            loka' hana úti' og lemja hana

             og láta hann bola éta hana."

Er nema von að ég væri búin að gleyma þessu að mestu?                                   


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hólmfríður. Gaman að fylgjast með þessu grúski þínu.

Ég hef verið að fara í gegnum gamla pappíra sem eru í vörslu Kjósarhrepps. Þar  á meðal eru fundagerðarbækur hreppsnefndar frá upphafi, eða frá 1874 hygg ég. Þá eru gögn frá Andrési í Bæ m.a. þegar hann var umsjónarmaður skömmtunar á vörum um aldamótin 1900.  Til eru bókin Hreiðar Heimski sem ungmannafélagið var með og gekk á milli bæja þar sem skrifað var í hana. Vafalaust má finna frásagnir og kveðskap eftir systkinin á Hálsi í henni. Þér er velkomið að hafa samband við mig ef þú hefur áhuga á að fiska eitthvað úr þessum gögnum. Þá eru gögn Bræðrafélagsins hjá mér einnig en það var stofna‘ á 19. öldinni.

Sigurbjörn Hjaltason Kiðafelli

Sigurbjörn Hjaltason (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:25

2 identicon

Sæl Fríða góð.

Þakka þér fyrir að láta mig vita af bloggsíðunni þinni. Það er frábært að þú skulir varðveita þessar gömlu myndir og þær koma mjög vel út á tölvuskjánum.

Það er svo skemmtilegt að sjá og rifja upp hvað allir hlutir voru miklu einfaldari og persónulegri í gamla daga.  Gætir þú ekki látið mig vita næst þegar þú setur inn á bloggsíðuna fleirri myndir.

Vertu blessuð og sæl.

Maggi.

Magnús Siguroddsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband