Kerlingaraup - inngangur.

maria_sigur_ardottir_932796.jpgÞað var vorið 1899 að dóttir fangavarðarins í tukthúsinu í Reykjavík stóð upp í spurnartíma og spurði unga manninn, sem tekið hafði að sér að leysa af sr. Jóhann Þorkelsson, dómkirkjuprest. Spurnartími var tími í fermingarfræðslu, ungi maðurinn hét Friðrik Friðriksson og stúlkan María Sigurðardóttir.

Það sem Maríu lá á hjarta var að biðja Friðrik að halda fundi fyrir stelpurnar eins og hann hafði gert fyrir strákana síðan í janúar. Eftir nokkur orðaskipti segist sr. Friðrik hafa hreytt út úr sér: ,,Jæja, þér getið þá komið á laugardagskvöldið upp í ,,tukthús" og þá skal ég halda fund með yður!"

22. apríl mættu fermingarstúlkurnar flestar og Friðrik, en hann hafði séð til þess að alls öryggis væri gætt. Hann hafði boðið á fundin nokkrum eldri stúlkum og um þær snúast minningar mínar. Þær voru Kristín systir Friðriks, Guðríður Þórðardóttir, amma mín, Amalía Sigurðardóttir, önnur dóttir Sigurðar Jónssonar fangavarðar og Maríu konu hans og Sigríður Guðjónsdóttir og nokkrar í viðbót, sem ég veit ekki nöfn á.amalia_sigur_ardottir.jpg

Það var ekki nóg að hafa þessar eldri stúlkur, heldur hafði Friðrik boðið þremur konum á fundinn. Það voru Þorbjörg Sveinsdóttir, ljósmóðir, Ólafía Jóhannsdóttir sem þekktust varð fyrir störf sín í Osló, og Sólveig Thorgrimsen. Konur þessar kallaði hann ,,Öryggisráð".

Starf KFUK vantaði ákveðna forystu þegar Friðrik fór til Danmerkur og líklega líka eftir að hann kom heim, en það er önnur saga.

 

 

amma_og_kristin_fri_riks.jpgSvo einkennilegt sem það er þá tengdist ég þessum eldri stúlkum sem voru á stofnfundinum og man vel eftir Kristínu og Amalíu og auðvitað ömmu Guddu.

Þær urðu mjög góðar vinkonur og ég held að það hafi átt við bæði Amalíu og ömmu að KFUK varð varla skilið frá heimili þeirra og daglegu lífi. Sigríði kynntist ég ekki, en á kystur af myndum þar sem hún er með þeim hinum.

valger_ur_larusdottir.jpgÍ október 1908 fékk félagið þá forystu sem þurfti. Valgerður Lárusdóttir hafði dvalist í Kaupmannahöfn og kynnst starfi KFUK þar. Hún tekur nú að sér forystu í nefnd sem sr. Friðrik vildi að endurskipulegði starf KFUK..

Þegar kona með forystuhæfileika var komin til starfa leið ekki á löng fyrr en félagið tók upp ýmislegt sem Valgerður hafði kynnst í Danmörku. Hún stjórnaði sönghópi og hún efndi til basars 1909.

Þetta er inngangurinn að kerlingaraupi mínu um kynni mín af þessum öldnu konum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband