20.8.2009 | 22:38
Stimpilklukkur fyrir kennara.
Ekki er öll vitleysan eins. Nýjasta útspil Reykjavíkurborgar í málefnum grunnskólanna er að setja rafrænar viðveruklukkur (stimpilklukkur) í skólana.
Fróðlegt væri að vita hvað þessi vantraustyfirlýsing kostar borgina á þessum sparnaðartímum.
Sjálfsagt er þetta angi þeirrar tísku sem hefur verið allsráðandi, að það eigi að reka skólana eins og hvert annað fyrirtæki, eins og sagt var. Það vita samt allir sem einhvern tíman hafa unnið í skóla að lögmál markaðarins eiga ekki við um allt í skólarekstri.
Mér finnst þetta ekki hvetjandi fyrir starfsfólk skólanna, sem þarf að leggja sig fram um að fara vel með og bæta á sig vinnu án þess að launin hækki þess vegna.
Ég er hræddust um að þegar kennarar hætta að fara heim með hluta vinnunnar (vegna eigin barna eða annarra persónulegra ástæðna) og það kemur í ljós hvað viðveran verður löng suma daga, að einhverjir segi að nú sé kennarar bara farnir að hangsa í skólanum.
Það sýnir sig að þar sem kennarar njóta álits og virðingar samfélagsins þar mælist árangur kennslunnar mestur í þeim greinum sem mældar eru.
Ég hélt fyrst að þetta með klukkurnar væri svona flökkusaga á netinu, en þetta er staðreynd.
Athugasemdir
Er það ekki bara hið besta mál að kennarar stimpli sig inn til vinnu eins og svona flestir aðrir?
Guðrún Jóhannesdóttir, 20.8.2009 kl. 23:14
ég sé ekkert að þessu með stimpil klukkurnar, er sjálf að vinna í skóla og er alveg hlynnt þessum klukkum.
Aprílrós, 20.8.2009 kl. 23:23
nefnilega!
Guðrún Jóhannesdóttir, 20.8.2009 kl. 23:54
Kennsla er bara ekki eins og flest önnur vinna. Það væri allt í lagi að stimpla sig inn og út, ef allir byrjuðu á sama tíma að kenna og lykju kennslu á sama tíma.
Svo er það sú vinna sem ekki er unnin með börnunum. Kennslustofan er víðast líka skrifstofa kennarans. Þegar annar kennari er að kenna í stofunni hefur kennarinn ekki aðgang að gögnum sínum og skrifborði. Hvað á kennari sem stimplar sig inn kl. 8 að gera til 9:40 þegar hann kemst loks í stofuna sína? eða á öðrum tíma?
Undirbúningur kennslu og yfirferð og úrvinnsla er mismikil eftir dögum og það er tímasóun að skipta henni. Hún vinnst bæði hraðar og betur, ef hvert verkefni er unnið í einni törn. Þannig að sumir daga verða langir, aðrir styttri og þá væri tímanum betur varið í að hlaða batteríin en að breyta vinnulagi sem fólk hefur tamið sér.
Hólmfríður Pétursdóttir, 21.8.2009 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.