Silica - kíslill. Kominn heim í Bláa lónið.

4160_1145210758694_1480284751_355498_7827784_n_873450.jpgEin fyrsta færslan á þessu bloggi, skrifuð í lok mars, var um ferð í Bláa lónið með dóttur minni,, Ólafíu Guðnýju, sem er hönnuður og var þá að leggja drög að hönnun í samvinnu við Bláa lónið.

Síðan hefur hugmynd orðið að fullunninni vöru. Að baki eru átök við hugmyndafræði, nákvæmnisvinna við mótagerð, og þrautseigja við að steypa, brenna og pússa postulín. Hanna og þróa umbúðir og framleiða tilbúna söluvöru.

Árangurinn er krukkan Silica - Kísill, sem lagði af stað í Bláasilica lónið í morgun til að vera á sölusýningu í versluninni þar, ásamt vörum tveggja annarra kvenna, sem tóku þátti þessu samvinnuverkefni.

Ég má til með að hæla þeim sem ræður húsum í fyrirtækinu FormFast og þeim í Örva fyrir að vera alltaf tilbúnir til að gefa góð ráð og leiðbeiningar og prófa hugmyndir aftur og aftur.

Ég get ekki að því gert að mér þykir undralegt að myndlistarfólk og hönnuðir skuli komin í hár saman um hver sé listamaður og hver ekki.  Sama má segja um handverk og hönnun, hvað er hvað?

Merkileg þessi árátta okkar að setja merkimiða á flest og flokka  eða draga í dilka.

 n1480284751_248624_2278638.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband