Eru listir þjóðhagslega hagkvæmar?

 

silicaSýningin í Saltfélaginu hefur gert stormandi lukku og hefur verið ákveðið að hafa opið til fimmtudags. Fyrstu nemendurnir sem innrituðust í nýtt nám, Mótun, í Myndlistaskóla Reykjavíkur sýna lokaverkefni sín og næstu nemendur árangur þessarar annar.

Verkefni útskriftarnemanna  eru unnin í samvinnu við íslensk fyrirtæki og úrlausnirnar eru mjög fallegar og  hugvitsamlegar. Umbúðir fyrir: skart, reyktan silung, drykki, fiskroð (hundasælgæti) og vatn fyrir eftirlætis hundinn að ógleymdum vörum Bláa lónsins.

Sú þjóð er ekki fátæk sem á slíkan mannauð. Unga fólkið blómstrar í tónlist, myndlist, leiklist, dansi og skapandi skrifum. 

Lærðir menn hafa svo sýnt fram á að nám þeirra og vinna sé þjóðhagslega mikilvæg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku frænka, ég hef fylgst með skrifunum þínum og þakka fyrir þau og þær minningar sem hrannast upp við lesturinn.

Til hamingju með Fíu og hennar kraft og vonandi eflir þetta hana. Ég veit af eigin raun að listiðkun í hvaða mynd sem hún er kostar ótrúlega þrautseygju og þeir sem halda út fá um síðir að njóta ávaxtanna.

Ps. Takk fyrir fjósamyndina.

Kv.MG

Magnús Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband