Kjós 2

 

Árin fyrir aldamótin voru mikil sorgarár á Kiđafelli.  Gísli móđurbróđir Ólafar drukkar í lendingu í Garđinum 1899 og sama ár deyr Gísli afi hennar.  Ţriđji Gíslinn, Gísli bróđir Ólafar ferst síđan í apríl 1900 í miklu sjóslysi..(Himneskt er ađ lifa I bls.117 og173)

Mér finnst alltaf ađ ţessi áföll hafi á einhvern hátt haft áhrif á lyndiseinkunn Ólafar ömmu minnar.  Ekki bara áföllin sjálf heldur líka hvernig mamma hennar tókst á viđ sorgina.  Kannski má rekja ćđruleysi og hugarró ennţá lengra aftur í ćttir. 

Víkjum nú sögunni í Bć.  Ţar býr um aldamótin Andrés Ólafsson á móti foreldrum sínum Guđrúnu Halldórsdóttur (f. 9. okt. 1841) og Ólafi Jónssyni (f. 25. febr.1830).  Andrés var fćddur 26. júní 1869:  Ţar er líka Hólmfríđur (f. 3. nóv. 1872) systir Andrésar.(Kjósarmenn bls.bls. 326)

Andrés heillađist af svipfríđu heimasćtunni á Kiđafelli, ţau gengu í hjónaband 18. október 1902, ţá var Ólöf 19 ára og Andrés 34.  Ţau tóku viđ búi í Bć.  Guđrún móđir Ólafar og Sesselja amma hennar fluttust ţangađ međ henni, einnig Dagbjartur Gíslason og Gísli bróđir hans varđ ţar fljótlega heimilisfastur.  Ţá eru í heimili 7 fullorđnir og 2 börn.  .

Ólöf og Andrés hlóđu niđur börnum í Bć.  Heimiliđ var fjölmennt, húsakynni ţröng og jörđin lítil.  "Međ frábćrri atorku, forsjálni og skynsamlegri sparsemi af hálfu beggja hjónanna tókst ađ koma upp hinum stóra barnahópi." (Ljósmyndir I bls. 139) segir séra Halldór Jónsson en eftir honum hef ég flest ţessi talandi lýsingarorđ um formćđur okkar og -feđur.

Sigurbjörn Ţorkelsson, sem var systursonur Guđrúnar móđur Ólafar hefur eftir Sesselju ömmu ţeirra:"Ég biđ alltaf góđan Guđ ađ drýgja efni ţessa góđa fólks, sem skýtur skjólshúsi yfir mig, og er ég ţess fullviss, ađ hann bćnheyrir mig."  síđan skrifar Sigurbjörn: "Og Andrés sagđi ţetta viđ mig... er ég innti hann eftir afkomu ţeirra međ ţennan mikla barnahóp: "Ţetta gengur furđanlega.  Viđ lifum alltaf á bćnunum hennar ömmu ţinnar." (Himneskt er ađ lifa I bls. 323).

N -Háls Tvísmelliđ á myndirnar til ađ stćkka ţćr.

Andrés fluttist međ fjölskyldu sína ađ Neđra-Hálsi áriđ 1922.  Ţá eru ţau búin ađ eignast 12 börn:  Ólafíu Guđrúnu 1903, -.Gest Gísla 1904, - Ágústu Sumarrós 1905,. hún lést fárra daga gömul, - Ágústu Sumarrós 1906, - Guđbjörgu Lilju 1908, - Ólaf 1909, - Sessselju 1911 - ,Odd 1912, - Karl 1914, - Berg 1916, - Gísla 1917 og Önnu 1919 Á Hálsi fćddust svo:Ásdís 1922 og Andrés 1924        

fólkiđ á hálsi  Ef tvísmellt er á myndina sjást nöfn ţeirra sem á henni eru.

Hólmfríđur systir Andrésar (d. 26. nóv. 1929) og Guđrún (d. 14. apríl 1933) móđir Ólafar bjuggu í skjóli ţeirra til ćviloka.  Allt ţetta fólk er á myndinni

framhald.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband