Allt hefur sinn tíma

Nýr dagur - nýtt upphaf. Mikið er nú gott að vakna á svona fallegum morgni eins og er í höfuðboginni núna.

Eins og sæmir fór ég út á hlað og horfði yfir borgina baðaða í morgun sól, heilsaði upp á vetrargosa, krókusa og erantis, en flýtti mér svo inn aftur því það fer lítið fyrir hlýindunum.

Á von á dóttursyni mínum í heimsókn. Hann er að jafna sig eftir þessa pestarskömm sem er búin að leggja einn af öðrum í stórfjölskyldunni. Hann var með þeim síðustu að veikjast. Alltaf gott að geta komið til afa og ömmu þegar svona stendur á, eins og svosem alltaf.

Svona er nú tilveran hversdagsleg á þessum bæ, það finnst okkur gott.

Veriði góð hvert viða annað.

kveðja, HP

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Takk fyrir innlitið, kommentið.  Kveðja.  Baldur

Baldur Kristjánsson, 25.3.2009 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband