Kerlingaraup

Fyrst ég er búin að birta hér myndina Kristni afa, sr. Friðrik, og Guðmundi Ásbjörnssyni, og komin í karladeildina, langar mig að skrifa upp kafla úr bók sr. Friðriks Starfsárin II, þar sem hann talar um stofnun Væringa1913.

sr_fri_rik_vaeringi_2.jpgHann skrifar:„Var nú farið að undirbúa allt til stofnunar þessari grein. Konur úr KFUK sátu við að búa til búninga.Þeir voru sniðnir eftir fornaldar-sniði, en gæta varð þess samt, að þeir yrðu svo ódýrir sem kostur var á. Það var blár kyrtill eða stakkur, með hvítum bryddingum og belti fyrir rýting, þar yfir rauð skikkja, með hvítu loðhlaði og krækju uppi í hálsmálinu með spennu. Á höfði var hjálmhúfa rauð og blá, með hvítum skúf framan í, og var hún laginu sem bátur á hvolfi. Líka var búið til merki flokksins, þríhyrndur fáni hvítur og blár, með rauðu nafnmerki Krists í hvíta feldinum....."

 

 

 

 

 

amma saumar á vélÉg sé þær fyrir mér Millu og Guddu snúa sér að þessu verkefni fyrir drengina. Kaupa ódýrt efni og sníða og sauma, án þess að vita hvort það yrðu 2 drengir eða 20 sem vildu kaupa búning. Svo varð hann að vera þannig að hann passaði á flesta.Fornaldarsnið hafa þær ábyggilega ekki fengið í næstu búð, heldur í eigin hyggjuviti og færni. Húfan sem ég á í kassa, ásamt fleiri furðulegum munum, er úr vænu flóneli og lérefti, en dúskurinn er fínn.

Búningurinn kostaði 8 krónur fyrir drengina og 18 krónur fyrir foringjana.petur_kristinsson_vaeringi.jpg

Það var margt sem KFUK konur gerðu svo að KFUM drengirnir (á öllum aldri) gætu starfað eins og þá langaði til.

Á árum fátæktar og skorts í Reykjavík saumuðu þær föt og rúmfatnað og gáfu þeim sem þurftu. Og í lok fyrra stríðs var saumað til að senda stríðshrjáðum.

væringjarMig minnir að Amalía hafi rekið saumastofu og einhvern vegin finnst mér að Sigríður Guðjónsdóttir hafi rekið hannyrðaverslun og báðar látið félagið njóta aðstöðu sinnar.

Það er verst að þurfa að tína saman upplýsingar héðan og þaðan og nota svo eitthvað sem mér finnst að mér hafi verið sagt.

 

 

-Fyrir alla muni sendið mér leiðréttingu þið sem vitið betur.-

 

Frh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband