4.7.2009 | 19:53
Dúlla
Í skápunum á þessu heimili leynast ekki bara ljósmyndir sem spanna alla síðustu öld og kassar og pokar með dýrmætum minningum forfeðra og formæðra. Hér er líka skápur sem geymir hannyrðir að minnsta kosti 3 kynslóða tveggja ætta.
Hannyrðir er fallegt orð sem segir að það sem er gert með höndum geti orðað ýmislegt sem öllum er ekki gefið að koma venjulegum orðum að. Í þessum gripum býr mikil umhyggja, í sumum ærinn metnaður og öðrum útrás listfengi sem ekki hafði annað viðfang en það sem gafst innan heimilis.
Annars fletti ég upp í Orðsifjabókinni og þar er talið líklegra að merkingin sé það sem verður (til) í höndum.
Þessi handavinna hefur orðið dætrum mínum hvati og kveikja í listsköpun þeirra. Ólafía Guðný gaf mér leyfi til að birta myndir af tveimur ljósum sem hún sýndi í Bogasal Þjóðminjasafnsins á samsýningu sem safnið efndi til 2005.
Dúlla úti.
Týra hangir í loftinu á sýningunni (klúður með snúruna)
Sýning á bókverkum. Fía á þá svörtu.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 23.7.2009 kl. 21:40 | Facebook
Athugasemdir
Þessar dúllur eru mjög fallegar. Eru þær til sölu einhversstaðar? Þú ert rík að eiga listakonu fyrir dóttur og kannski fleira en eina þú talar um dætur sem eru í listsköpun.
Kær kveðja til þín
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 5.7.2009 kl. 19:50
Sólveig Þóra, já, ég á tvær listmenntaðar dætur, listsköpun annarrar þessi árin er yndisleg barnabön og umönnun þeira.
Yngsta dóttirinn er orðin sprenglærður hönnuður og býr í kjallaranum hjá okkur enn, en er á leið til Noregs í enn meira nám.
Hún hefur ekkert sinnt markaðsmálum og það eina sem hún hefur framleitt til sölu eru krukkurnar sem eru á sölusýningu í Bláa lóninu.
Hólmfríður Pétursdóttir, 6.7.2009 kl. 00:14
Já lífið er list.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 6.7.2009 kl. 19:55
Og listin lifir okkur.
Sigurbjörn Sveinsson, 10.7.2009 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.