Kerlingaraup

Áður en lengra er haldið ætla ég að setja mér markmið, sem ég geri sjaldan.. Ég ætla að birta þessar gömlu myndir saman og setja nöfn kvennanna við, en ég þarf að leita að aðeins fleiri nöfnum fyrst.

amma_1898.jpgÞessar konur, voru innan við tvítugt þegar KFUK var stofnað og tuttugu og fjögurra eða fimm þegar basarnum var komið á fót. amma_og_amalia.jpg

Hálfri öld seinna komst ég að því hvað KFUK var góð félagsþjálfun og hvað reglufesta varðandi rekstur einstaka deilda var nauðsynleg. Þá lærði ég að taka reglur eins og fundarsköp alvarlega. Þessi félagsmálaþjálfun hefur dugað mér vel.

Frá upphafi virðist ungum konum hafa verið treyst til að bera ábyrgð og takast á hendur vandasöm verkefni.

Þessi útúrdúr vildi endilega komast að hér, svo ég sá ekki ástæðu til annars en að festa hann í tölvu.

Þegar ég gramsa í dótinu sem hún Gudda amma lét eftir sig, er það áberandi hvað allt er greinilega skrifað niður og vel haldið til haga. Hún valdi mjög vel hvað hún vaðveitti.

amma,mamma,Fríða,Kr.Fr.Lauga ofl VindSumarið 1958 vorum við einar í húsinu nokkurn tíma. Aðrir voru í ferðalagi. Þetta var í ágúst og rifsber á trjánum.

Svo var það dag einn að hún kallaði á mig og sagðist þurfa að biðja mig að taka að mér mjög mikilvægt erindi. Hún bað mig að fara niður í kjallara og kveikja upp í kolamiðstöðinni sem þar var. Hún ætlaði að biðja mig að brenna pappírum. Ég ætti ekki að skoða hvað í kössunum væri, bara að láta þá á eldinn.

Ég bar niður af efstu hæð ótal kassa, sem ég hafði horft á í skápnum hjá afa og ömmu, síðan ég mundi eftir mér. Konfektkassa í mörgum litum með myndum á loki sem ég hafði fengið að skoða og jafnvel verið sagðar sögur um. Þessa kassa bar ég nú samviskusamlega niður og lét þá óopnaða á eldinn.

Ég gerði eins og mér var sagt, en spurði samt hvað í þeim væri. Hún sagði að það væru bréf sem enginn ætti að hnýsast í, bréf frá fólki sem hún hefði skrifast á við.

Mér þótti þetta skrítið þá, en seinna skildi ég, að bréf skrifar maður í trúnaði og þann trúnað á ekki að rjúfa.

kristinn_gu_mundur_sr_fr_fr.jpgEin heimild mín við þessi skrif er afmælisdagabók sem þau áttu afi og amma.Það má kannski segja að afi hafi átt hana, því fremst í henni stendur:,,Til Kr. Á. Jónssonar. Frá G. Ásbjörnssyni 24/12 1909." Í þessa afmælisdagabók ritar fólk nöfn sín eins og gerist og gengur, en síðan hafa þau bætt við skírnardögum, fermingardögum, giftingardögum og dánardögum víða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kæra frænka fyrir að torfast í þessu áfram, mér finnst ég eiga dropa í þessum minningum, hvernig sem þeir eru til komnir.

Kærar kveðjur frá Skúló

Magnús Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband