Færsluflokkur: Menning og listir

Dúlla

Picture 028  Í skápunum á þessu heimili leynast ekki bara ljósmyndir sem spanna alla síðustu öld og kassar og pokar með dýrmætum minningum forfeðra og formæðra. Hér er líka skápur sem geymir hannyrðir að minnsta kosti 3 kynslóða tveggja ætta.

Hannyrðir er fallegt orð sem segir að það sem er gert með höndum geti orðað ýmislegt sem öllum er ekki gefið að koma venjulegum orðum að. Í þessum gripum býr mikil umhyggja, í sumum ærinn metnaður og öðrum útrás listfengi sem ekki hafði annað viðfang en það sem gafst innan heimilis.

Annars fletti ég upp í Orðsifjabókinni og þar er talið líklegra að merkingin sé það sem verður (til) í höndum. 

Þessi handavinna hefur orðið dætrum mínum hvati og kveikja í listsköpun þeirra. Ólafía Guðný gaf mér leyfi til að birta myndir af tveimur ljósum sem hún sýndi í Bogasal Þjóðminjasafnsins á samsýningu sem safnið efndi til 2005.


Picture 026 Picture 014
Dúlla á borði á  sýningu










                        Dúlla á vegg

                  

Picture 002 Dúlla úti.

Picture 027
Týra hangir í loftinu á sýningunni (klúður með snúruna)

 

 

picture_002_874304.jpg Sýning  á bókverkum. Fía á þá svörtu.


Silica - kíslill. Kominn heim í Bláa lónið.

4160_1145210758694_1480284751_355498_7827784_n_873450.jpgEin fyrsta færslan á þessu bloggi, skrifuð í lok mars, var um ferð í Bláa lónið með dóttur minni,, Ólafíu Guðnýju, sem er hönnuður og var þá að leggja drög að hönnun í samvinnu við Bláa lónið.

Síðan hefur hugmynd orðið að fullunninni vöru. Að baki eru átök við hugmyndafræði, nákvæmnisvinna við mótagerð, og þrautseigja við að steypa, brenna og pússa postulín. Hanna og þróa umbúðir og framleiða tilbúna söluvöru.

Árangurinn er krukkan Silica - Kísill, sem lagði af stað í Bláasilica lónið í morgun til að vera á sölusýningu í versluninni þar, ásamt vörum tveggja annarra kvenna, sem tóku þátti þessu samvinnuverkefni.

Ég má til með að hæla þeim sem ræður húsum í fyrirtækinu FormFast og þeim í Örva fyrir að vera alltaf tilbúnir til að gefa góð ráð og leiðbeiningar og prófa hugmyndir aftur og aftur.

Ég get ekki að því gert að mér þykir undralegt að myndlistarfólk og hönnuðir skuli komin í hár saman um hver sé listamaður og hver ekki.  Sama má segja um handverk og hönnun, hvað er hvað?

Merkileg þessi árátta okkar að setja merkimiða á flest og flokka  eða draga í dilka.

 n1480284751_248624_2278638.jpg


Eru listir þjóðhagslega hagkvæmar?

 

silicaSýningin í Saltfélaginu hefur gert stormandi lukku og hefur verið ákveðið að hafa opið til fimmtudags. Fyrstu nemendurnir sem innrituðust í nýtt nám, Mótun, í Myndlistaskóla Reykjavíkur sýna lokaverkefni sín og næstu nemendur árangur þessarar annar.

Verkefni útskriftarnemanna  eru unnin í samvinnu við íslensk fyrirtæki og úrlausnirnar eru mjög fallegar og  hugvitsamlegar. Umbúðir fyrir: skart, reyktan silung, drykki, fiskroð (hundasælgæti) og vatn fyrir eftirlætis hundinn að ógleymdum vörum Bláa lónsins.

Sú þjóð er ekki fátæk sem á slíkan mannauð. Unga fólkið blómstrar í tónlist, myndlist, leiklist, dansi og skapandi skrifum. 

Lærðir menn hafa svo sýnt fram á að nám þeirra og vinna sé þjóðhagslega mikilvæg.


Uppskera á vori

 
silica

Um helgina stendur mikið til. Nemendur í Mótun í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar á meðal ein dætra minna, verða með sýningu á lokaverkefnum sínum.

Í einni af fyrstu færslum mínum á blogginu sagði ég frá degi sem fór öðruvísi en ég ætlaði.

Þá fórum við í Bláa lónið að ná í kísil og hraun fyrir þetta verkefni. Það var fyrsta ferðin, en sú síðasta var notuð til að taka myndir í grenjandi rigningu.

þennan rúma mánuð milli fyrstu og síðustu ferðar hefur hún lagt nótt við dag við að hanna verk sín og vinna þau.

Þessi krukka sem líkir eftir kísilhröngli er steypt úr postulíni í gifsmótum, mikil nákvæmnis vinna. Svo voru hannaðar umbúðir og kynningarefni.

Ég er mjög stolt mamma þessa dagana, eins og oft áður.

Sýningin verður í húsnæði Saltfélagsins um helgina frá 5 á föstudag.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband