Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Tvímenningar

Mót afkomenda Ólafar Gestsdóttur  og Andrésar Ólafssonar frá Neðra-Hálsi í Kjós nálgast

Elsta fólk sem ég hef nefnt í grúski mínu eru Sesselja Kortsdóttir og maður hennar Gísli Guðmundsson. Hann var fæddur 1817 og hún 1822.

Annars er Guðrún dóttir þeirra og langamma mín hetja þeirra þátta, ásamt Ólöfu ömmu minni.

Um Ólöfu og Andrés má lesa í samantekt frá síðasta niðjamóti þeirra og birt er í flokknum vinir og vandamenn. Þar koma börn þeirra líka nokkuð við sögu.

Nú er röðin komin að okkur barnabörnunum og ætla ég að láta þær gömlu myndir sem ég á tala sínu máli. Það er langt frá því að ég eigi myndir af öllum af þessari kynslóð, treysti mér ekki til að þekkja þau yngstu á götu. Úr því má bæta þegar skyldfólkið hittist.

Fyrst koma staðreyndirnar. Þegar smellt er á myndirnar stækka þær. Sé smellt tvisvar opnast þær í sér glugga.

Látið mig vita ef eitthvað er ekki rétt.

Barnabörn Ólafar og Andrésar og foreldrar þeirra.

grjoteyri_granaskjol_fri_a_og_unnur.jpg

1.         Ólafía Guðrún og Magnús Blöndal

1.         Unnur Inga

 

 

 

 

 

 

 Hólmfríður og Unnur

 

2.         Gestur Gísli og Ólafía Þorvaldsdóttir

1.         Þorvaldur

Þorvaldur og Ólöf amma Þorvaldur Gestsson á fyrsta ári Þorvaldur Gestsson

 Þorvaldur og Ólöf amma.

 

3.         Ágústa Sumarrós og Þorvarður Guðbrandsson

1.         Óskar

2.         Andrés

Óskar Þorvarðarson

 Andrés P, Andrés Þorv.,Þorbergur, Óskar

Andrés Pétursson, Andrés Þorvarðarson, Þorbergur Guðmundsson og Óskar Þorvarðarson.

Óskar Þorvarðarson.        

börn í mýri copy  Smella og nöfnin koma í ljós.

Andrés Pétursson

4.         Guðbjörg Lilja og Pétur Kristinsson

1.         Andrés

2.         Hólmfríður

 Andrés

 addi með fríðu mamma, Fríða, Addi, Þorri, Lóa

                                         Guðbjörg, Hólmfríður, Andrés, Þorvaldur, Ólafía (Lóa).

 

 

5.         Ólafur og Kristín Jakobsdóttir

1.         Hannes

2.         Jódís

 

6.       sesselja_li_og_hallgrimur.jpg  Sesselja og Hallgrímur Thorlacius

1.         Ólafur Andri

 

Lautartúr frá Öxnafelli

 

7.         Oddur og Elín Jónsdóttir

1.         Ágústa    

 

Ágústa og Ólöf og lambið Ágústa og Ólöf.

 

 

 

 

 



2.          Ólöf

Spurning

 ?, Gunnar með Ólaf Andra, Ólöf og Magnús.

 gle_lof_og_arnar.jpg Guðbjörg Lilja, Ólöf,Arnar

 

 

3.         Valborg      

valborg_gle_og_fri_a_898828.jpg

Valborg, Guðbjörg Lilja, Hólmfríður

 

 













4.         Ólafur

5.         Kristján

6.         Lilja

 

8.         Karl og Hulda Sigurjónsdóttir

 

Hulda og synir og Ólafur Andri1.         Gestur Ólafur

2.         Sigurjón              

3.         Ragnar

4.         Gróa    Spuning2

5.         Andrés

6.         Sólveig

7.         Ævar

 

 

Gunnar, Bergur, Sigurjón , Ólafur Andri.

 

 9        Bergur og Ingibjörg Kristín Lárusdóttir

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir 3 mán1.         Sigurbjörg   

 

 

 

 

 

 

 

Björn LarusBergsson2.         Björn Lárus

 

 

 

 

 

 

 

10.     Gísli og Ingibjörg Jónsdóttir

1.         Guðmundur

2.         Jón

3.         Halldór

4.         Guðrún

5.         Ágústa

6.         Sigríður Kristín

7.         Gísli Örn

8.         Andrés Freyr

9.         Hjörtur

 

11.     Anna og Guðmundur Árni Jónsson

Þorbergur Guðmundsson í Sogni1.         Þorbergur

 Þorbergur Guðmundsson

Þorbergur í ramma

 

 

 

 

 

 

 

 

2.         Gunnar  Gunnar Guðmundsson

 

3.         Magnús maggi, fríða og labbidúkkan  Grjóteyri Maggi og Einar á vegg

 

4.         Jón Árni

 

12.     Ásdís og Sigurður Arnalds

1.         Sigurður Steingrímur

2.         Andrés

3.         Einar Einar Arnalds Grjóteyri Einar Arnalds 

 

4.         Ólafur Gestur

 

 

Andrésr Andrésar börn 4 við grindv.Fjöl.     Andrés og Ólöf Bjartmarsdóttir

 

1.         Ólafur Sigmar

2.         Guðrún

3.         Auður

4.         Ágústa

5.         (Guðbjörg) Þóra

Andrésarbörn nýböðuð á Fjöln

Guðrún, Ágústa, Ólöf Bjartmarsdóttir, Auður,

Guðbjörg, Ólafur og Hólmfríður.

 

 mamma og Guðrún Andrésdóttir

 Guðbjörg og Guðrún

 

Barnabörnin urðu 46, af þeim eru 8 látin:Óskar Þorvarðarson, Guðrún Gísladóttir, Jódís Ólafsdóttir, Jón Árni Guðmundsson, Andrés Pétursson, Ragnar Karlsson Gunnar Guðmundsson, og Einar Arnalds.

 Til gamans má svo skoða okkur barnabörn Ólafar og Andrésar á tímalínu fæðingarárs.

 

 

 

 

 

 

1920-1939

1940-1949

1950-1959

1960-1969

1970-1979

1929-1982

Óskar

1940

Þorbergur

1950

Valborg

1960

Lilja

1971

Ævar

1931-1999

Andrés P

1942

Þorvaldur

1950

Sigurjón

1960

Þóra

 

1931

Andrés Þ

1942

Hólmfríður

1950

Guðmundur

1961

Andrés Ka

 

1932

Unnur

1944-2002

Gunnar

1950-2004

Einar

1961

Gísli Örn

 

 

1944

Hannes

1951

Ólafur Odds

1962

Sigurbjörg

 

 

 

1946

Magnús

1951

Jón Gísla

1962

Andrés Freyr

 

 

1947

Sigurður St

1951-1999

Jón Árni

1964

Björn Lárus

 

 

1947

Ágústa

1951

Ólafur Andréss.

1965

Sólveig

 

 

1948

Ólöf

1953-2000

Ragnar

1965-

Hjörtur

 

 

1948

Gestur

1951

Guðrún Andrés

 

 

 

1948

Andrés Ar

1954

Kristján

 

 

 

1949-1991

Jódís

1954

Halldór

 

 

 

 

1954

Ólafur Andri

 

 

 

 

1954

Ólafur Gestur

 

 

 

 

1955

Auður

 

 

 

 

1956-1990

Guðrún Gíslad.

 

 

 

 

1957

Ágústa Andrésd

 

 

 

 

1958

Ágústa Gíslad

 

 

 

 

1959

Gróa

 

 

 

 

1959

Sigríður Kristín

 

 

Ég vil svo biðja ykkur öll að taka viljan fyrir verkið. Ég laga kannsi uppsetninguna ef ég get.

 

 

 

 


Konan sem enginn minntist á-Ella IV

 Smellið á myndirnar til að stækka þær. Smellið aftur og þær opnast í sér glugga.

fjolnisvegur_9_inni_bor_stofa.jpgFyrir 57 árum voru minningargreinar blaðanna allt öðruvísi en þessa dagana. Það tíðkaðist held ég ekki að þær væru skrifaðar af nákomnum. Þeir voru líka færri sem var skrifað um.

Á sínum tíma tók ég að mér að varðveita kassa með minningargreinum, grafskriftum og minningarkortum ásamt listum með nöfnum þeirra sem senda þurfti þakkarkort. Í kassanum kennir margra grasa, sumt undarlegt í augum yngra fólks.

En hvað um það. Þarna eru afmælisgreinar um Guðmund Ásbjörnsson sjötugan 1950 og minningargreinar að honum látnum. Þessar greinar las ég svo þarna um tvítugt þegar kassinn komst í mínar hendur og ég var að bæta í hann.

Ég mundi vel þær breytingar sem urðu á lífi okkar á Fjölnisveginum 1952 en það sem kom mér á óvart var að hvergi var minnst á Ellu einu orði.

Þarna sat ég 1962 að verða, tvítug sjálfstæð jafnréttiskona og las þessar greinar en fann ekki einu sinni minnst á að Guðmundur hefði haft ráðskonu, hvað þá meira.

ella_1.jpgNúna er ég búin að leita að því hvort um fleiri greinar hafi verið að ræða, en ekki fundið neitt nýtt og við lestur þeirra komist að sömu niðurstöðu og forðum.

Margt hefur sem betur fer breyst á þessari rúmu hálfu öld sem liðin er. En á þessum tíma gátu margir merkir menn, sem ég trúi að allir hafi notið beina á hjá Ellu skrifað grein eftir grein, án þess að nefna það einu orði að sama konan hafi staðir fyrir heimilinu nærri aldarfjórðung.

Bítlarnir voru enn ungir og sætir með passíuhár, og þeir tímar að ganga í garð þegar ungt fólk tók hefðir og gildi eldri kynslóða til endurskoðunar,og mér fannst ýmislegt sem þótti sjálfsagt á Ella og GuðlaugFjölnisvegi 9 ósanngjarnt og ástæðulaust, sérstaklega það sem sneri að Ellu.

Þegar ég var barn og bjó við þessar hefðir fannst mér þær sjálfsagðar og núna þykist ég sjá að þær hafa auðveldað sambúðina og létt heimilisstörf og verksskiptingu.

Sambýlið getur ekki hafa verið auðvelt fyrir konurnar mínar þrjár, mömmu, ömmu og Ellu. Engin íbúðin hafði allt sem þurfti. Allir þurftu að fara í gegn hjá öllum einhverra erinda.

Þessi sambúð var samt þannig að ég man aldrei eftir því að fólk rifist, eða hækkaði róminn. Það gat verið ákveðni og þungi í rödd, en aldrei hávaði og skammir.

Þess vegna var það að þessi gróðurhúsaplanta sem ég var hafði aldrei verið ærlega skömmuð þegar ég kom 24 ára gömul norður í Skagafjörð og einn opinber starfsmaður kom í hlað og hellti úr skálum reiði sinnar yfir skólastýruna, sem var að gera sitt besta, en réð engu um snjókomu, girðingar í kafi og hross sem sóttu í trjágróðurinn. Undanleg hljóta honum að hafa þótt viðbrögðin, því ég varð orðlaus, augun fylltust af tárum og ég snerist á hæli og flúði inn.

Þegar Ella fór af Fjölnisveginum saknaði ég hennar mikið og heimsótti hana oft meðan hún bjó á næstu götu fyrir neðan, Bergstaðastræti. Ég heimsótti hana líka á Tómasarhagann og á Laugarásveginn. Ég fékk stundum að vera með henni fyrsta árið í vinnunni í Langholtsskóla þegar hún hafði umsjón með ljósböðum nemenda.

ella_gomul.jpgHeimsóknir mínar til Ellu urðu stopulli síðustu 10 árin sem hún lifði.

Það sem kveikti þessar minningar um Elínbjörgu Halldórsdóttur var bruni Valhallar. Ég veit núna betur en áður hvað hún var mér mikils virði.

Hún lést 19. janúar 1970. og var jarðsungin 26. janúar. Þá birtist í Morgunblaðinu þessi kveðja:

ella_kve_ja_fra_fraenkunum.jpg


Hún leiddi vel.-Ella III

r-842.jpgVið fórum til Þingvalla í drossíu. R-842 sem var Dodge ef mig misminnir ekki. Það var ekki alveg þrautalaust fyrir mig að ferðast í aftursætinu á þessum bíl. Þetta var mjúkur og fínn bíll, en ég sá ekki út og varð oft bílveik, og það fannst mér leiðinlegt. Annars finnst mér eins og þau sem réðu ferðinni hafi lært hvenær var við hæfi að stoppa og hleypa stelpunni út um stund.

Í fyrradag fórum við hjón þessa leið, þó ekki alla leið til Þingvalla, því við fórum Kjósarskarð niður í Kjós. Við vorum að afla okkur jurta í te. Ég var með hugann við þessi skrif mín um Ellu og það rifjaðist upp fyrir mér hvar var stoppað og ýmis örnefni sem ég lærði. Ég man hvað Bugða vafðist fyrir mér, það er nefnilega önnur Bugða í Kjósinni. Þessi ferðalög voru sem sagt alls ekki leiðinleg þrátt fyrir bílveiki.

Það var ekki ætlast til þess að ekið væri að bústaðnum, og er ekki enn. Bílnum var því lagt skammt frá Valhöll og svo var farangurinn borinn á leiðarenda.

Flestir voru fyrir austan yfir helgar og fóru í bæinn á sunnudagskvöldum

Þingvellir 12Þá urðum við Ella stundum tvær eftir og það var best. Þessar vikur mínar með Ellu hafa verið bæði snemmsumars og þegar farið var að skyggja.

Annars blandast minningarnar saman í ljúfa tóna gróðurs, hrauns, fugla, vatns og breytilegrar birtu, en fyrst og fremst finn ég einhverja sæla tilfinningu sem erfitt er að koma orðum að.

Ásbirningabúð var ekki stórt hús, en það bjó yfir leyndardómum engu að síður. Væri gengið niður með húsinu norðan verðu var komið að kjallaratröppum sem lágu að dyrum og þegar þeim var lokið upp gat á að líta. Þarna var köld geymsla fyrir matvæli og þarna var líka dæla þar sem vatni var dælt upp í tank, þannig að í krönum var rennandi vatn.

Hillurnar í þessari geymslu gleymast ekki. Þarna var ávaxtasafi í niðursuðudósum, og niðursoðið kjöt í glerkrukkum auk annarra niðursuðu sem var venjulegri.

Við Ella vorum saman öllum stundum. Hún leiddi mig úti.. Mér hefur aldrei verið sama hvernig ég er leidd, en Ella leiddi vel. Hún tók litlu höndina í sína, og hún hafði tilfinningu fyrir því að við gengjum samhliða, hún togaði aldrei.

Og hvað vorum við svo að bardúsa? Þingvellir 15

Fyrst var að ganga frá eftir gesti helgarinnar, þvo, hengja upp, strauja og brjóta saman og setja í skápa. Það var góð lykt úr línskápunum á Þingvöllum. Enn fannst mér ég vera að vinna með Ellu.

Svo þurftum við að ganga út í Valhöll og ná í mjólk. Við gengum þarna eftir stígnum og mér fannst við hafa allan tíma í heiminum. Við hlustuðum á himbrima og lóma, auk annarra fugla og gáfum okkur góðan tíma til að fylgjast með óðinshönum á lítilli tjörn. Ég var alsæl og skemmti mér innilega þegar við Ella vorum að horfa á óðinshana synda í hringi og skilja eftir sig gárur í vatninu. Einhvern vegin hvarf allt nema Ella, sem hélt í höndina á mér og þessir fallegu kviku fuglar.

Mjólkurhúsið bakatil í Valhöll var önnur saga. Mér fannst lyktin vond og gólfið var grátt og blautt og fólkið í hvítum sloppum og mér finnst eins og það hafi ekki verið góð birta inni. Við komum með brúsa með okkur og fengum mælt í hann með málum á löngu skafti sem sökkt var í stóran brúsa og síðan hellt í þann litla, eins og gert var í mjólkurbúðunum í bænum. Ég vildi helst ekki fara þarna inn og fékk að standa í dyrunum, en mátti ekki fara langt út í portið.

valholl_881180.jpgSvo gengum við aftur heim, stoppuðum hjá óðinshönunum, tíndum nokkur blóm í lítinn vasa og fyrr en varði vorum við komnar að tröppunum. Mér fundust þessar tröppur bæði langar og brattar. Það var sök sér að klifra upp, en að fara niður gat verið þrautin þyngri, mér fannst ég vera upp úr því vaxin að bakka niður, en það varð þó oftast þrautalendingin. Það var ekki hægt að leiðast í þessum grænu tröppum.

Oft brugðum við Ella okkur upp í Hestagjá og í ágúst tíndum við ber.

Ég man eftir tágahúsgögnum og stórum upptrekktum grammófóni með lúðri, annars man ég ekki mikið hvernig húsið var að innan. Við Ella sváfum í sama herbergi. Hún fór með bænirnar með mér á kvöldin og hún kenndi mér að signa mig, kvölds og morguns.

Þó mjólkurhúsið í Valhöll væri heldur blautt, grátt og illa lyktandi setur það samt krydd í þessar minningar og á Þingvöllum heyrði ég líka ógurlegasta hljóð sem mér finnst ég hafi nokkurn tíman heyrt úr nokkrum barka.

ella_og_fri_a_a_berjamo_a_ingv.jpgÞað var þegar fjölmennt var í Ásbirningabúð og einhverjir tjaldbúar. Bátaskýlið og bátarnir er saga út af fyrir sig, en ekki umfjöllunarefni að þessu sinni. En hljóðið kom neðan frá bátaskýlinu, en ég hljóp ekki þangað heldur í fangið á mömmu. Seinna komst ég að því að karlmennirnir höfðu verið að vinna á minki sem hafði hætt sér einum of nálægt þeim og var auðvitað óvelkominn.

Þarna komst ég líka að því að það er vont að detta á hraun og að murta hefur óteljandi bein.

Þegar ég fór að huga að þessum skrifum um Elínbjörgu Halldórsdóttur, kom mér í hug að yfirskriftin gæti verið konan sem gleymdist. Ég ætla að reyna að ljúka þessum minningum um Ellu í næstu færslu.


Í þjónustu lífsins-Ella II.

                                                        

Ella bjó í litlu herbergi undir súð með glugga móti norðri og svo hátt uppi að útsýnið var beint upp í himininn.

Í þetta litla herbergi var gott að koma og aldrei man ég að ég hafi fundið fyrir því að ég væri ekki velkomin. Þegar ég varð fullorðin skildi ég að hún var aldrei í herberginu sínu nema í takmörkuðum frítíma sínum.

 

ella_gu_m_og_fri_a_880770.jpgÞað segir sína sögu að dúkkan mín sem ég kallaði Ellu er slitnust af dúkkunum mínum

Ég tók ýmislegt með mér upp til að leika mér með, en ég man samt best eftir því þegar mér datt í hug að gefa út blað.

Vopnuð pappír og nýydduðum blýanti settist ég við skriftir. Ekkert man ég um efni þessa fyrsta og síðasta tölublaðs, en hitt man ég að ég var lengi að og rembdist eins og rjúpan við staurinn að skrifa læsilega og sæmilega rétt.

Þessi minning segir mér það að þó ég væri varla læs og illa skrifandi hafði enginn brotið niður viðleitni mína til að reyna, en ég er viss um að þessi tilraun til skrifta varð til þess að beina athygli minni að verklegum greinum og því sem ég gæti lært með því að hlusta.

 

 

FELUMYND. HVAR ER ELLA? Smellið á myndirnar til að stækka þær.

Ella tók mig með sér í heimsóknir. Við heimsóttum Guðlaugu móður hennar á Framnesvegi og Einöru frænku hennar á Nönnugötu. Ég man eftir systrum hennar í heimsókn og oft var stelpan einhvers staðar nálægt.

Á Fjölnisvegi 9 voru gólf stífbónuð meðfram teppum í stofum, á göngum og í stiganum, annars staðar gólfin öll. Liggjandi á hnjánum, með rauða gúmmímottu undir til að hlífa þeim, bar Ella bóniðfjölnisv á gólfið með tusku sem núið var í hringi, síðan var fægt yfir með ullartusku og þungum bónkústi. Fram og til baka og að lokum var svo pússað með mjúkum klút.

Silfur og látún þurfti að fægja og þvo rúður utan og innan. Útitröppurnar, bæði að framan og við bakdyrnar voru með terrasso og voru þvegnar reglulega.

Greinilegt er að dagleg þrif eru ekki eftirminnileg en hitt sem var meira verk hefur mér þótt gaman og ég hef eflaust haldið að ég væri að gera gagn þegar ég fékk tusku í hendur.

Tröppurnar voru hálar blautar, en það vandist.

Þingvellir 13Ævistarf Ellu var að þjóna öðrum og gera allt sem í hennar valdi stóð til að láta öðrum líða vel.

Það er sagt að grunnurinn að guðsmynd fólks sé lagður snemma á ævinni. Ella lagði sinn hluta af mínum grunni. Heimilin þrjú í sama húsi áttu það sameiginlegt að kristin trú skipti alla miklu máli og birtist í umhyggju, þolinmæði og trausti.

Bestu stundir okkar Ellu voru samt á Þingvöllum og um það verður næsta færsla.

 


Þriðja konan- Ella I

Hún hét Elínbjörg Halldórsdóttir og var ráðskona Guðmundar Ásbjörnssonar á Fjölnisvegi 9 þegar ég var að vaxa úr grasi.

ella_3_fjolnisv_konur_og_born.jpgÁ Fjölnisveginum var hún í 22 ár en áður bjó fólkið sem fluttist á Fjölnisveginn á Njálsgötu 30 og þar var Ella ráðskona 1 ár, eftir því sem ég kemst næst.

Elínbjörg var fædd 30. apríl 1897.

 

 

 Á íslenskum búningi Elínbjörg Halldórsdóttir - nær barnavagninum  og Jóhanna Gísladóttir dætur hennar Guðmunda og Valgerður Guðmundsdætur og Guðbjörg með Andrés á fyrsta ári. 

 

 ella_ung.jpg

Gísli Halldórsson arkitekt segir svo um systur sína.

   „Elínbjörg var elst okkar...... Fyrstu árin var hún heimavinnandi við bústörf, en á vorin og fram eftir sumri vann hún í Melshúsum á Seltjarnarnesi, en það var stór fiskvinnslustöð sem Thor Jensen hafði þá nýreist. Ætlunin var að byggja þar einnig hafskipabryggju og var hún í raun langt komin þegar sýnt var að erfitt yrði að láta togara sigla inn Skerjafjörð, vegna Lönguskerja, svo aldrei var lokið við hana. Elínbjörg giftist aldrei og átti ekki börn. Síðar gerðist hún ráðskona hjá Guðmundi Ásbjörnssyni, sem var kaupsýslumaður og forseti borgarstjórnar .....................Eftir lát Guðmundar vann hún lengi við heilsugæslu í Laugarnesskóla. Elínbjörg lést 1970."

 

 

 

ella_2_i_blomahafi.jpgMér þótti svo undur vænt um hana Ellu og sótti margt til hennar. Hún var þriðja konan í lífi mínu, eftir mömmu og ömmu. Ekki svo að ein hafi leyft það sem hinar bönnuðu, eða slíkt. Mér finnst eins og það hafi verið fullt samræmi í því hvernig þær umgengust stelpuna en það var óneitanlega þægilegt að geta farið milli kvenna, og fundið  þá sem hafði mestan tíma. Allar höfðu þær lag á að hafa ofan af fyrir mér.

Ráðskonustörfunum fylgdu oft miklar annir. Það var algengt að stjórnarfundir í þeim mörgu stjórnum sem Guðmundur átti sæti í væru haldnir á heimilinu. Á þessum fundum voru veitingar, oft smurðar snittur á danska vísu og sæt kaka með kaffi og tei.

Flesta sunnudaga var standandi borð með kræsingum. Þá var frændfólk Guðmundar velkomið í heimsókn  - og ég líka. Kynntist ég því yngstu kynslóðinni vel og þótti leiðinlegt þegar tengslin rofnuðu nokkuð skyndilega.

Ella var mjög flink í matreiðslu og hjá henni kynntist ég ýmsu sem þá var nýjung og ég sóttist eftir að fá að vera með henni í eldhúsinu. Ég man hvernig hún bjó til kramarhús, Napóleonskökur og svani úr vatnsdeigi. Ella bjó til ís áður en frystir kom á heimilið og mér er minnisstætt þegar hún ætlaði að gæða mér á banana. Það voru mikil vonbrigði.

Í eldhúsinu var merkileg bjalla. Ofan við bjölluna var þunnur viðarkassi með númeruðum spjöldum og gleri fyrir. Þegar bjallan klingdi féll niður eitt af þessum spjöldum og sást þá á númerinu úr hvaða herbergi var hringt eða hvort það var dyrabjallan að framan eða við bakdyrnar og þá þurfti ráðskonan auðvitað að sleppa því sem hún var að gera og bregðast við.

Í stofunni var leðurpulla frá Norður Afríku sem ég sat oft á. Það var oft látið óátalið að ég laumaði mér inn á ýmsa fundi og settist á þessu pullu. Mér voru sagðar sögur af þessu athæfi mínu seinna, svo sennilega man ég þetta ekki beint, en það er samt hluti af minningum mínum. Sú saga sem oftast var endurtekin var sagan af fundi í stjórn KFUM. Ég sat sem sé á pullunni góðu og fylgdist með herrunum, en svo kom að kaffi og þá sagði ég: „Ég heiti Fríða.  Ég heiti Fríða." Engin viðbrögð. „Ég heiti Hólmfríður.  Ég heiti Hólmfríður.  Ég heiti Hólmfríður Pétursdóttir og hann séra Bjarni skírði mig." Þá á sá hinn sami séra Bjarni að hafa sagt: „Þú ert þá bærilega skírð telpa mín."

Þegar Ella lést í janúar 1970 var ég ung og fannst að ég væri ómissandi skólastjóri því í janúar gerðist alltaf eitthvað í heimavist sem betra væri að taka á strax. 

Ég fór því ekki suður til að vera við útför hennar, svo þessi skrif eru meðal annars mjög síðbúinn þakklætis og virðingarvottur.

Minningar mínar um Ellu eru ekki nærri tæmdar. Meira síðar.

 


Á Grjóteyri VI

_bru_kaupi_hp_esb.jpg   magnus_hp_gle_fia.jpg

Það er merkilegt hvað kemur upp í hugann þegar rifjaður er upp löngu liðinn tími.

Enn hef ég ekkert minnst á prjónavél, snældur, rokk og spunavélina sem nærri fyllti eldhúsið og var í eigu kvenfélagsins.

Ekkert minnst á AGA eldavélina sem alltaf sá fyrir heitu vatni, ekki á rúgbrauðsbakstur í kassa í neðri ofninum og ekki hveitibrauð með lyftidufti, ekki hveitikökur, ekki brúnar tertur, ekki kaffibrennslu og lyktina sem fyllti húsið.

Ekkert á saltfisk, í læk, ekki á nýjan fisk sem kom með mjólkurbrúsum úr bænum, eins og skyrið sem kom í brúsa til baka úr mjólkursamsölunni.

Ekkert minnst á slátrun sem við áttum ekki að sjá, en sáum auðvitað samt. Ekkert talað um kartöflu- og rófurækt, kartöflugeymslu eða reykkofa.

Ekki má gleyma rafmagnsleysi og ljósavélinni, þvotti á bretti og skolun í ánni.

Svo verð ég að minnast aðeins á bækurnar, því þegar ég varð loksins læs las ég allt sem á vegi mínum varð. Allt frá Lögbirtingarblaðinu til Berverly Gray og þykku bókanna  í neðstu hillunni hjá okkur Unni, Hjónalíf og eins og er man ég ekki einu sinni hvað hin hét, en þær voru spennandi fyrir gelgjurnar.

Ég man gestakomur, kaffi og kökur, mat og uppbúin rúm. Ég man skömmtunarseðla sem voru sóttir að Grjóteyri og sjúkrasamlag og útsvar sem var greitt á Grjóteyri. Svo voru stundum hreppsnefndarfundir og fleiri gestakomur sem fylgdu oddvitastörfum Magnúsar.

Ættingjar og vinir lögðu leið sína að Grjóteyri því þar var gott að koma. Ólafía og Magnús voru samtaka því sem öðru að gera vel við þá sem að garði bar og þau voru bæði ákaflega frændrækin.

Í huga mér koma ferðalög með Fíu, Magnúsi og Unni. Þessar ferðir urðu sérstaklega minnisstæðar vegna þess að þau þekktu víðast hvar örnefni og bæjarnöfn þar sem við fórum og oft nöfn ábúenda og ættir. Fía var mjög ættfróð og hafði gaman af að rekja ættir fólks. Þau höfðu yndi af að ferðast og sóttu oft heim ættingja og vini víða um land.

Þar kom að líkamsþrekið tók að þverra og aldurinn að færast yfir. Þá fluttist fjölskyldan frá Grjóteyri í Kópavog. Ég hef oft dáðst að því með sjálfri mér hve vel þeim tókst að laga sig að breyttum aðstæðum.

Þegar við Erlendur, bóndi minn komum frá Danmörku í heimsókn með elstu dóttur okkar nokkurra mánaða gamla lánuðu Fía og Magnús okkur bílinn sinn og seinna komu þau svo til okkar í Albertslund.

Ég hafði mjög gott af því að vera hjá þeim á Grjóteyri, en líka að kynnast þeim aftur þegar ég var orðin fullorðin.

Ég á Fíu og Magnúsi mikið að þakka. 

unnur_fia_magnus.jpg   unnur_fia_magnus_hp_gle.jpg

fia_me_fiu_855636.jpg


Á Grjóteyri V

 

Þessi Grjóteyrarskrif eru að verða meiri langloka en ég ætlaði í upphafi. Sumardvöl í sveit var sameiginleg reynsla margra Reykjavíkurbarna á þessum árum þangað til að fólki fækkaði á bæjum og tæknin tók við af mannaflinu og varð börnum hættuleg.

Dvöl mín á Grjóteyri er samt séreign mín, minningar eins og þær hafa búið um sig í mínu minni.

Í síðustu færslu var ég að tala um Magnús og hvað hann var laginn að gera að sárum okkar. Það sama átti við um skepnurnar hann var nærfærinn og laginn við þær. Búskapurinn var farsæll.

Magnús var góður smiður bæði á járn og tré og það var gaman að horfa á hann smíða úr járni horfa á rauðglóandi járnstöng verða að skeifu eða lömum og fá kannski að stíga smiðjuna.(var hún ekki stigin?)

Allt nám kemur að gagni, samt hefði mátt segja mér það tvisvar að grasafræðin sem síaðist inn í mig í sveitinni mundi afla mér verðlauna í skóla. Magnús var óþreytandi að sýna okkur plöntur og fræða okkur um þær.

Á Grjóteyri var pappír gjörnýttur. Magnús átti mjög auðvelt með að kasta fram lausavísum, stundum kersknum, stundum tvíræðum og oft glettnum. Þessar vísur skrifaði hann svo á þríhyrningana sem mynda bakhlið umslaga, á óprentaða kanta dagblaða, á hólka sem voru utan um blöðin. Ég lærði ekkert af þessum vísum, ekki mín deild.

Eins og sjá má á myndunum var Magnús alltaf með pípu í munninum. Ég held að hann hafi steypt með gifsi í hausinn og borað svo og skafið í það holu sem honum líkaði. Stundum fannst mér hann nota meira af eldspýtum en tóbaki, en það er nú ekki líklegt.

Það var gott að vera hjá Magnúsi og Ólafíu.                                                                                 Grjóteyri sumzrbústzir

Til Fíu var gott að leita ef á bjátaði, Oft þurfti hún að stilla til friðar með okkur krökkunum, en þó sjaldnar en hefði mátt ætla. Ég finn núna þegar ég hlusta á minningarnar, að hún Fía skildi vel ungar sálir. Það rifjast upp fyrir mér sáttasamtöl hennar þegar deilumál voru komin í óefni og áflog. Hún vissi sitthvað um hugsanagang og tilfinningar svona fólks og hún höfðaði alltaf til betri manns. Við börnin sóttum til hennar öryggi og hlýju og við vorum velkomin að Grjóteyri á öllum árstímum. Raunar höfðu nokkrir verið á Grjóteyri langdvölum árið um kring.

 

Framhald.


Á Grjóteyri IV

 Grjóteyri Magnúsar hirða há  Grjóteyri Unnur  Grjóteyri við hlöðuna  Grjóteyri dreifa

Á Grjóteyri var bú, það var óðal og gekk í erfðir frá einni kynslóð til annarrar. Hlaðnir grónir veggir, skeifulaga, ekkert þak. Þarna bjuggum við Magnús og Einar gegndi fyrst hlutverki barns en síðan varð hann bóndi eins og við.

Grjóteyri Einar og heimalningurinnBúskapur okkar var eins og búskapur annarra barna á undan okkur ég veit ekki hvað margar kynslóðir. Nautgripaleggir hestar, sem bundið var upp í eftir settum reglum, kindaleggir folöld, Horn kindur, kjálkar kýr, völur hundar.

Við áttum forláta vagn sem hestarnir drógu, það var líklega pottlok, en getur líka hafa verið hjólkoppur, sem gerð höfðu verið tvö göt á.

Nú er þess að geta að ég treysti illa minninu, svo Magnús eða aðrir ef þetta hefur eitthvað skolast til er tvennt í stöðunni að leiðrétta mig, eða láta sannleikann ekki þvælast fyrir góðri sögu. Ég hallast að sannleikanum.

Í þessum búleik gátum við öll, og líka þeir sem vildu vera með, meðan við vorum nógu mikil börn til Grjóteyri Einar Arnaldsað líta ekki niður á svona hlutverkaleik, unað okkur tímunum saman að skylduverkum loknum. Öll gengum við inn í okkar hlutverk, holur í vegg urðu að búri eða skápum og mér finnst eins og ég hafi ekki ruglast á því hvaða hola var hvað.

Við fórum í útreiðartúra, við heyjum, við mjólkuðum en minnst vissum við um sauðfjárbúskap því þetta var á þeim árum sem fjárskiptin fóru fram og engar kindur á Grjóteyri á þeim árum sem við vorum í búleik.

Þetta kindaleysi olli því að berjaspretta var mikil og í ágúst komu Reykvíkingar í rútum til að tína ber og fóru heim með ber í brúsum og alls konar kirnum en minnisstæðastir eru pokarnir, hvítir sykur- eða hveitipokar, sem svo fengu á sig berjabletti.

Við fórum aftur á móti með fiskibolludósir upp í fjall og tíndum til að borða úr dósinni, út á skyrið og stöku sinnum fengum við rjóma sem var fleyttur ofan af heimilismjólkinni. Skilvindan og strokkurinn voru ekki oft notuð.

Grjóteyri Einar, Maggi og MagnúsFljótlega varð það venja að ég sendi bláber í glerkrukku til afa á afmælinu hans 12. ágúst, Bergur móðurbróðir minn tók þau um leið og mjólkina og kom þeim til skila með bréfi til afa í tilefni af afmælinu.

Þessi bréf segja mikið um sértæka lestrar og skriftar örðugleika og var ég lengi með eitt slíkt í skólanum þar sem ég kenndi til að sýna kennurum sem áttu erfitt með að skilja börn með þennan vanda.

Ég hef oft hugsað um hvað þau voru samtaka og samhuga hjónin á Grjóteyri, þó ólík væru, hann nokkuð örgeðja en hún rólynd og stillt. Það mátti mikið af þeim læra. Ólafía treysti okkur börnunum til alls góðs. Hún var jafnan sjálfri sér samkvæm og fylgdi því eftir af festu ef því var að skipta, að við gerðum það sem til var ætlast. Einhvern vegin var það svo að allir lögðu sig fram um að gera sitt besta, og þá var notalegt að fá viðurkenning að loknu verki. Eflaust hefur þó stundum vantað eitthvað á að það væri óaðfinnanlega af hendi leyst.

Þegar einhver meiddi sig kom það í hlut Magnúsar og gera það sem gera þurfti. Hann kom með sáravatn, joð, bindi og plástra og var einstaklega góður við þann meidda og sárin greru vel.

Natni og snyrtimennska einkenndi öll störf þeirra utan húss sem innan. Í 34 ár unnu þau á búi sínu og byggðu upp fyrir fólk, skepnur og vélar, eftir því sem á þurfti að halda.

 

Það teygist úr ómi minninganna.

Framhald.

 

 


Á Grjóteyri III

Grjóteyri Eldri mynd fólk við grindverkið Grjóteyri Eldri myndir Magnús Bl Grjóteyri Eldri mynd tekið saman Grjóteyri Eldri mynd heyskapur 2 

Síðast færsla var snubbótt í báða enda. Skrifari ekki mjög vel upplagður. Stendur allt til bóta og þráðurinn verður því tekinn upp þar sem hann var slitinn og ofið í uppstöðu myndanna.

Grjóteyri Unnur og múgavélinÉg man vel þegar Magnús og Fía gerðu verkáætlanir fyrir daginn í eldhúsinu á morgnana og ekki man ég betur en við börnin legðum þar stundum orð í belg.

Geta má nærri að það hefur þurft útsjónarsemi til að láta okkur öll hafa gagnlegGrjóteyri Maggi með þyrlu2 verkefni en þó aldrei ofviða þeim sem verkið var falið.

Ég man eftir því að hafa haft það verkefni snemma að leggja á borð fyrir máltíðir og var þá kölluð inn til þess, þó stundum hefði eflaust verið fljótlegra fyrir Fíu að gera það sjálf. Ég þurrkaði líka upp þegar þvegið var upp. Ég held að þetta hafi verið fyrstu verkefnin sem mér voru falin.

Grjóteyri Magnús snýrSvo bættust við aðrar skyldur eins og að tæma koppana og þvo þá í læknum. Svo fékk ég það embætti að gefa hænsnunum og sækja eggin. Þá reyndi á hugrekki þessar dekur stelpu en hún var ekki á því að láta undan hræðslu sinni. Hænsnunum sinnti ég lengi en koppastandi lauk að mestu þegar klósettið kom.Grjóteyri kýr og smiðja

Ekki má gleyma kúnum, blessuðum kúnum á eftir þeim rölti ég kvölds og morgna með spotta í hendi sem kom sér vel til að verjast loftárásum kríunnar.

Grjóteyri Maggi og kálfurinnMeð aldrinum urðu verkefnin fjölbreyttari innanhúss og stundum var ekki laust við að mér fyndist hlutur strákanna betri að geta farið upp og lagt sig eða teflt og þurfa ekki að ganga frá eftir máltíðir.

Svona eftir á sé ég að ég hafði mikinn tíma fyrir sjálfa mig.

Einu hafði ég mjög gaman af langt fram eftir árum. Það var að fara niður að á, setjast á gönguplankann sem lá yfir ána fyrir ofan vaðið. Svo sat ég þarna og horfði í strauminn og fannst ég færast upp eftir ánni. Eitthvað hef ég eflaust verið að hugsa, eða ekki. Því er ég að mestu búin að gleyma.

Stundum lagðist ég í hátt gras og horfði gegn um stráin upp í himininn, sem var auðvitað mest gaman ef skýjafar var þannig að skýin urðu að myndum sem hægt var að fylgja.

Ég sóttist líka í að mylja allavega lita móbergssteina og þykjast vera efnafræðingur þó ég vissi minnst um hvað svoleiðis fólk gerði. Annað sem ég muldi og hefði getað orðið mér hættulegt voru Grjóteyri pabbi, Einar og afisporöskjulaga einingar úr útvarpsrafhlöðum og plötur úr rafgeymum. Humm, ha, var einhver að tala um hættulega málningu á leikföngum eða óæskileg plastefni?

Oft voru upplagðar sandhrúgur sem hægð var að leika sér í, búa til landslag og leggja vegi.

Ætli það sé ekki best að geyma búið okkar barnanna þar til næst.

Þessari færslu fylgja gamlar myndir sem teknar voru fyrir mína tíð og eru miklu betri en þær sem ég tók og framkallaði, þær hafa elst illa, sennilega fyrir ónákvæmni mína og flumbrugang við verkið.


Á Grjóteyri II

 

Lóa og GesturÉg man ekki eftir því að hafa komið heim að Grjóteyri fyrr en eftir slysið, þegar Gestur Andrésson, og kona hans Ólafía Þorvaldsdóttur drukknuðu bæði í Meðalfellsvatni. Þá var sonur þeirra Þorvaldur, jafnaldri minn, að verða 5 ára.

  mamma, Fríða, Addi, Þorri, Lóa Fríða og Þorri           loa_orri_fri_a_gu_bjorg2.jpg

Sumarið eftir man ég eftir að hafa farið yfir ósinn á jeppanum með pabba og mömmu, en á þeirri leið fóru bróðir hennar og mágkona niður um ís 8. desember 1947.

Sumarið 1948 var einmitt sumarið sem Krummi náði af mér skónum.

Ég er hrædd um að eftir það renni allt saman í frekar ómþýða hljómkviðu minninganna.

Grjóteyri braggi Adda & CoAndrés bróðir minn kom oft fyrstu árin með vinum sínum. Þau voru að reisa sér bragga hátt uppi í fjalli. Mig minnir að ýta hafi dregið hann þangað. Bragginn fauk, en var tjaslað saman aftur og fljótlega fóru þau að gista og þá var hægt að fara í heimsókn í Vindheima.

Síðan urðu það örlög þessa bragga að grotna niður og að lokum var ruslið fjarlægt, en samt fann ég lok úr eldavélinni þegar ég fór með dætur mínar að kynna þeim það sem þær kölluðu: ,,Sumar-bernskuslóðir móður sinnar." Kunnu Pílu Pínu líklega utan að.

Á myndinni við braggann eru: PK, HP,GLA, Addý og Guðni Sigurðar Ingvarssonar og Svövu börn

Það áttu margir sumar bernskuslóðir á Grjóteyri. Sumarbörnin þeirra Fíu og Magnúsar voru mörg. Eitt sinn vorum við sjö á svipuðu reki. Sjaldan þurfti Fía þó að brýna raust og ónot eða skammir heyrðust ekki á því heimili.

Grjóteyri Sævar og naukálfur Grjóteyri Magnús og Illugi (Lulli) Grjóteyri Magnús Sigurjóns og Maggi Grjóteyri enn einn Magnús

Magnús átti það til að stríða, en uppörvun og leiðsögn voru aðferðir Ólafíu. Ef ekki varð hjá því komist voru veittar ákúrur, en þeim fylgdi venjulega samtal um hvernig mætti bæta úr því sem miður fór.

Smellið á myndirnar til að stækka þær.

Framhald síðar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband