Einstakt listaverk.

Inn af bókasafninu í Mosfellsbæ er listasalur sem er opin á sama tíma og bókasafnið. Í þessum sal var opnuð samsýning þriggja kvenna þann 9. júlí.

Þessa dagana er safnið lokað en á mánudaginn 9. ágúst verður það opnað aftur og sýningunni í listasalnum lýkur föstudaginn 13. ágúst.

Listakonurnar eru Asa Shimada, Erna Elínbjörg Skúladóttir og Ólafía Guðný Erlendsdóttir. Þær sýna eitt verk hver. Þær útskrifuðust saman úr Mótun - leir og tengd efni, við Myndlistarskólann í Reykjavík. Sýninguna kallar þær Upplifun.

Árið sem liðið er frá því að þær voru saman í skólanum hafa þær dvalið í sínu landinu hver, Ólafía Guðný í Noregi við frekara nám, Asa á Íslandi en líka í Japan og fleiri löndum og Erna Elínbjörg var í Kólumbíu.

Verkin þeirra eru um samband þeirra við umhverfið. Þær nálgast efnið á mjög mismunandi hátt.

Asa er frá Japan og hefur verið á Íslandi í 6 ár. Verkið hennar heitir ,,Ichigo Ichie" en það þýðir ,,tækifæri sem býðst bara einu sinni á ævinni." Þetta verk er alveg magnað og ég held ég hafi hugsað um það á hverjum degi síðan ég sá það fyrst.

asa_1.jpgEfnið sem Asa notar er íslenskt jarðefni sem hún safnaði um allt land. Efnið hefur hún síðan unnið með handafli, mulið og sigtað þar til það varð fínt sem mjöl.

Sallinn er síðan lagður í litla ferninga (saumspor) eftir fornu saumamunstri. Það er ekki límt, en helst samt á sínum stað og yfirborðið lítur út eins og voð eða útsaumað klæði.

 

 

 

asa_munstur_1015357.jpgAsa vinnur hér með landið sjálft og hannyrðahefðina, en tæknin, sem hún notar, minnir mig mikið á hvernig fólk í austurlöndum fjær leggur út myndir úr lituðum grjónum eð mjöli (mandala)

Verkið liggur þarna á gólfinu í salnum og mér er sagt að það sé farið að láta á sjá, enda bara lagt á staðinn og engin girðing í kring, ekki einu sinni ,,snertið  ekki munina". Verkið er því viðkvæmt eins og íslensk náttúra. Ég get líka hugsað mér að daglegt líf konu sem sem kemur frá Japan og sest að á Íslandi geti líka verið viðkvæmt á stundum.

 

asa_4.jpgÞað tók Ösu sjö daga að skapa verkið á gólfinu í salnum, tíu tíma á dag. Þá var hún búin að ferðast um alla landsfjórðunga og sækja sér steina, vikur, ösku, skeljar og fleira, vinna efnið og setja í litlar flöskur og númera hvern lit.

2010_juli_045.jpgEn verkinu er ekki lokið þó sýningunni ljúki. Þá safnar hún efninu saman og býr til úr því glerunga.

 

 

 

 

Þetta er eina tækifærið á ævinni til að sjá þetta verk.

Hin verkin bíða betri tíma.

Myndir segja meira en mörg orð. Þær stækka þegar smellt er á þær og opnast í sér glugga sé smellt tvisvar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband