Uppskera á vori

 
silica

Um helgina stendur mikið til. Nemendur í Mótun í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar á meðal ein dætra minna, verða með sýningu á lokaverkefnum sínum.

Í einni af fyrstu færslum mínum á blogginu sagði ég frá degi sem fór öðruvísi en ég ætlaði.

Þá fórum við í Bláa lónið að ná í kísil og hraun fyrir þetta verkefni. Það var fyrsta ferðin, en sú síðasta var notuð til að taka myndir í grenjandi rigningu.

þennan rúma mánuð milli fyrstu og síðustu ferðar hefur hún lagt nótt við dag við að hanna verk sín og vinna þau.

Þessi krukka sem líkir eftir kísilhröngli er steypt úr postulíni í gifsmótum, mikil nákvæmnis vinna. Svo voru hannaðar umbúðir og kynningarefni.

Ég er mjög stolt mamma þessa dagana, eins og oft áður.

Sýningin verður í húsnæði Saltfélagsins um helgina frá 5 á föstudag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband