Örlítið meira úr fórum ömmu og langömmu


Í brúna bréfpokanum sem fylgdi ömmu Ólöfu til borgarinnar leyndist fleira en það sem ég sagði frá í fyrri umfjöllun  um erfiðleikana sem heimilið á Kiðafelli í Kjós mátti þola um aldamótið 1900.


Í pokanum eru slitrur af tveimur bókum.


Önnur er Sagan af Ásmundi Víkingi inum írska, gefin út í Reykjavík MDCCCLXVI  1866, kostuð  af Einari Þórðarsyni og prentuð í Prentsmiðju Íslands. Hún tollir í bandinu, en er þónokkuð rifin. Hún er vandlega merkt Gísla Gestssyni.


Hin er öll í slitrum og án kápu, en á einu blaðinu stendur:,,Framhaldi í 2. árg. Draupnis."
Mest virðist vera um einhverjar sögur af biskupum og öðrum heldri mönnum.

 Kemur í ljós þegar nútíma leitartækni er notuð að Torfhildur Hólm (1845-1918) gaf úr tímaritið Draupni 1891 -1908 og birti þar skáldsögur sínar um Jón Vídalín og Jón biskup Arason Þessar upplýsingar fann ég á netinu í Tímariti Máls og menningar ódagsettu en af innihaldi má ráða að það sé líklega frá 2007.


Svo eru þarna slitrur úr svipuðu riti og mun það vera það sem eftir er af þessu eintaki af Jóni Vídalín.

 Draupnir var auðvitað hringur Óðins.


Eina ráðið til að vita hvaða blaðsíður fylgja hverju þar sem tvö blöð eru með sama blaðsíðutali er að lesa og finna út úr samhenginu. Það geri ég næst þegar ég dreg fram pokann góða.

Í pokanum skal þetta geymt áfram í því ástandi sem það er.ömmur á Fjölnisvegi


Til að tæma pokann alveg ætla ég að minnast á 2 bréf og eitt kort.
Kortið er frá Guðríði ömmu minni til Ólafar ömmu og er orðalagið þetta yndislega hlýja og rómantíska mál sem þeim var tamt en okkur ekki, og finnst jafn vel væmið.


Fyrra bréfið er frá 1957 og hefst á elsku amma og því lýkur á þinn Kiddi.
Kristinn (1935 - 1963) var sonur Ólafs Einarssonar, sem var kenndur við Háholt en hann var sonur Kristrúnar Gísladóttur sem var ein af systrunum fimm dætrum Sesselju og Gísla á Kiðafelli. Kristinn ólst að miklu leyti upp á Neðra Hálsi.
Kiddi segir frá því af hverju hann er farinn að vinna í vél á gömlum togara sem gerður er út frá Flateyri og segir Ólöfu sem hann kallar ömmu allt gott af sínum högum og skýrir fyrir henni af hverju hann gat ekki komið upp í Kjós til þess að kveðja.Lautartúr frá Öxnafelli


Hitt bréfið er frá Sesselju móðursystir minni en hún bjó á Öxnafelli í Eyjafirði það er frá 1963 og skrifað rétt fyrir áttræðis afmæli ömmu. Þetta er afmælisbréf  með almennum fréttum af heilsufari, veðri og búskap.

Þá er lokið sögu þess sem brúni pokinn hafði að geyma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Gaman að lesa um ættfræði, hef eflaust erft það frá ömmu minni.

Kveðja Dúna.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.5.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband