Gömlu sundlaugarnar í Laugardal II

Kristinn afi í vestiAldrei hafa orðið eins mikil viðbrögð í Bloggheimum við neinni færslu á þessu bloggi, eins og færslunni í gær og myndunum sem komu inn í fyrradag.

Ég dreg þá ályktun að margir muni vel eftir Laugunum og vonandi hafa þeir haft nokkra ánægju af myndunum af starfsfólki þeirra á árunum milli 1945-1958 svona um það bil.

Eins og sjá má í athugasemd við færsluna í gær, skjöplaðist mér með karla klefann, enda átti ég ekkert erindi þangað og man reyndar ekki eftir að hafa komið þar inn, ekki einu sinn þegar ekkert fólk var í Laugunum, annað en starfsfólkið.

 

 

 

Sundlaugar 10Þegar út var komið var ekki langt í laugina, sem mér hefur síðan þótt kostur. Laugin var upphaflega hlaðin, eins og sjá má á gamalli mynd af Ólafi Pálssyni að kenna sund, ekki af bakka, eins og bæði hann og Eiríkur gerðu á þeim tíma sem ég var þar heimagangur.

Mér finnst eins og búið hafi verið að klæða laugina innan, og eitt er víst það var komin brú yfir hana austur, vestur og var grynnri hlutinn sunnar verðu og þá sá dýpri að norðan.

Fyrir austurendanum var svo skúr sundlaugavarðanna sem höfðu gát á gestum út um glugga, en fóru líka um svæðið til að fylgjast með.

 

sundlaugar 6Sunnan við skúrinn var sólbaðsskýli karla, en norðan við hann skýli fyrir konur. Í norðausturhorninu var svo heiturpottur þess tíma ferhyrndur trékassi, svo grunnur að þegar þrekið fólk lá þar á maganum stóðu rassarnir upp úr. Yfir þessum trékassa voru svo nokkuð margir sturtuhausar og úr þeim rigndi vel heitu vatni.

Við hliðina á þessu ágæti voru svo kaldar sturtur.

Framhald við fyrsta tækifæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband