Hvernig er hægt að launa lífgjöf?

Hvernig er hægt að launa lífgjöf?

Mikið hljótum við öll að vera þakklát fyrir starf hjálparsveitanna.

Það er ekki sjálfsagt að fólk sé tilbúið til að fara af stað hvenær sólahrings sem er, næstum hvernig sem stendur á, í hvaða veðri sem er og hvert sem er. Ekki nóg með það heldur þarf að halda sér í æfingu og sífellt að endurskoða samhæfingu og framkvæmd.

Svo þarf að afla fjár til tækjakaupa og annars útbúnaðar, en allt þetta fólk gefur vinnu sína.

Það er ekki hægt að launa lífgjöf.

Líf er ómetanlegt. En ég vil fyrir mitt leyti þakka fyrir allt starf þessa fólks sem leggur líf og limi í hættu fyrir aðra.

Það minnsta sem við getum gert er að þakka og bregðast vel við fjáröflun þeirra. 

Kveðja, HP

 

 


mbl.is Rétt viðbrögð skiptu sköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki hægt að verðleggja mannslíf en mér finnst að þeir sem eru í svona fjallaferðum eigi að vera með sérstaka tryggingu sem borgar útgjöld björgunarsveitanna. Bara eins og skip eru með tryggingu sem borgar þeim sem bjargar því ef það lendir í hafsnauð. Fólk bara verður að bera einhverja ábyrgð á eigin gjörðum.

Soffía (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Í mínum huga snýst þetta ekki nema að mjög litlu leyti um peninga. Það er sama hvernig þetta starf er fjármagnað. Það er þakkarvert að einhverjir vilji taka að sér þessi störf.

Sama má segja um slökkviliðs menn og lögreglu. 

Svo vikið sé að tryggingum, þá má áreiðanlega finna flöt á því þegar og ef sveitirnar fallast á það það sé æskilegt.

En hvað með okkur sem höldum að öllu sé óhætt, keyrum mest á þjóðvegum og göngum á merktum stígum.

Við getum lent í því að það falli flóð af einhverju tagi á veginn og við getum orðið f yrir alls konar slysum.

Þakklæti er tvívirkt, það virkar bæði á þann sem er þakkað og þann sem þakkar, og það kostar ekkert.

Kveðja, HP

Hólmfríður Pétursdóttir, 29.3.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband